„Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 11:02 Jón Daði Böðvarsson og Wojciech Szczesny mættust í landsleik Íslands og Póllands 8. júní. Jón Daði spilaði svo varla fótbolta í sjö mánuði, eða þar til hann skoraði svo fyrir Ísland gegn Úganda og skipti yfir til Bolton frá Millwall í janúar. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson segir það hafa gert helling fyrir sig að byrja árið á að skora mark fyrir íslenska landsliðið, eftir að hafa ekki fengið að spila fótboltaleik í marga mánuði. Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira