Veður

Lægð nálgast hægt og bítandi úr suðri

Atli Ísleifsson skrifar
Skil frá lægð ganga nú yfir landið með tilheyrandi umhleypingum.
Skil frá lægð ganga nú yfir landið með tilheyrandi umhleypingum. Vísir/Vilhelm

Lægð nálgast nú hægt og bítandi úr suðri og skil frá henni ganga nú yfir landið með tilheyrandi umhleypingum.

Á vef Veðurstofunnar segir að í dag snúist í suðaustan, tíu til átján metrar á sekúndu og hlýni með rigningu. Það verður svo norðaustanátt og snjókoma norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, og það styttir upp norðaustanlands.

„Víða skúrir seinnipartinn og dregur smám saman úr vindi, en þá verður þurrt og bjart á Norðurlandi. Hiti 1 til 8 stig.

Lægðin kemur upp að suðurströndinni í nótt og áttin verður þá austlæg eða breytileg, víða allhvass vindur eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en það verður hvassara um tíma og samfelldari úrkoma suðaustantil.

Á morgun snýst í vestan- og suðvestanátt, og eftir hádegi kólnar með éljum en þá léttir smám saman til austanlands. Annað kvöld lægir svo og styttir upp á Suður- og Suðvesturlandi.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en samfelldari úrkoma SA- og A-lands. Hiti 1 til 5 stig. Vestan og suðvestan 10-18 á S-verðu landinu eftir hádegi og kólnar með slyddu eða snjókomu, en hægari og úrkomuminna á N-landi fram á kvöld. Styttir upp og lægir S- og SV-lands um kvöldið.

Á fimmtudag: Gengur austan 13-20 með rigningu eða snjókomu, en heldur hægari og þurrt N-lands. Hlýnar í veðri. Suðaustan 8-15 og rigning eða slydda með köflum seinnipartinn, og talsverð úrkoma SA-lands, en allhvöss norðaustanátt með snjókomu NV-til fram á kvöld.

Á föstudag: Suðaustan og sunnan 10-18 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 10 stig.

Á laugardag: Minnkandi suðlæg átt og él eða slydduél, en bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hlýnar heldur.

Á mánudag: Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt og úrkomusömu og mildu veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×