Rússar loka á erlenda fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:46 Lokað hefur verið fyrir margar erlendar fréttaveitur sem flytja fréttir á rússnesku í Rússlandi. Vísir Yfirvöld í Rússlandi hafa lokað vefsíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu. Blaðamaður Financial Times segir að um sé að ræða svo gott sem alla erlenda fjölmiðla sem skrifa fréttir á rússnesku í Rússlandi. Russia's media censor says it's blocked the websites of the BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle, and Meduza for "spreading fakes about Ukraine." This is basically all the foreign-based media reporting in Russian.https://t.co/eu6TQponRE— max seddon (@maxseddon) March 4, 2022 Þegar hefur nokkrum rússneskum fjölmiðlum verið lokað frá því innrásin hófst og á undanförnum mánuðum og árum. Blaðamenn í Rússlandihafa margir hverjir yfirgefið landið nú þegar. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Frá því að lokað var fyrir BBC í Rússlandi í morgun hefur fréttastofan deilt frétt frá árinu 2019 á Twitter síðu sinni þar sem útlistað er hvernig fólk geti komist inn á síður sem hefur verið lokað fyrir í ákveðnum ríkjum. Fréttastofan minnir á að hægt sé að opna vefsíðu hennar á „huldunetinu“ svokallaða (e. dark web). BBC News is available on the dark web in Ukrainian and Russian: https://t.co/KdCPfTTO7P— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Þá hefur fréttastofan deilt hlekkjum á vefsíðu sem veitir fólki strax aðgengi að fréttasíðunni á hulduvefnum samstundis, sé þegar búið að loka fyrir aðgengi að fréttasíðunni. BBC News in Russian: https://t.co/EUXDJLsZMs— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Rússneska Dúman samþykkti þá í morgun frumvarp til laga um að hver sá sem deili „falsfréttum“ af stríðinu í Úkraínu eigi yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða árás, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértæka hernaðaraðgerð“ sé að ræða til að koma stjórnvöldum í Úkraínu, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá hafa rússneskir þingmenn gert það ólöglegt að kalla eftir því að Rússland verði beitt refsiaðgerðum. Það var gert í morgun en Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneskra yfirvalda, verður hægt að refsa fólki með sektum eða allt að þriggja ára vist í fangelsi eða vinnubúðum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Blaðamaður Financial Times segir að um sé að ræða svo gott sem alla erlenda fjölmiðla sem skrifa fréttir á rússnesku í Rússlandi. Russia's media censor says it's blocked the websites of the BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle, and Meduza for "spreading fakes about Ukraine." This is basically all the foreign-based media reporting in Russian.https://t.co/eu6TQponRE— max seddon (@maxseddon) March 4, 2022 Þegar hefur nokkrum rússneskum fjölmiðlum verið lokað frá því innrásin hófst og á undanförnum mánuðum og árum. Blaðamenn í Rússlandihafa margir hverjir yfirgefið landið nú þegar. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Frá því að lokað var fyrir BBC í Rússlandi í morgun hefur fréttastofan deilt frétt frá árinu 2019 á Twitter síðu sinni þar sem útlistað er hvernig fólk geti komist inn á síður sem hefur verið lokað fyrir í ákveðnum ríkjum. Fréttastofan minnir á að hægt sé að opna vefsíðu hennar á „huldunetinu“ svokallaða (e. dark web). BBC News is available on the dark web in Ukrainian and Russian: https://t.co/KdCPfTTO7P— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Þá hefur fréttastofan deilt hlekkjum á vefsíðu sem veitir fólki strax aðgengi að fréttasíðunni á hulduvefnum samstundis, sé þegar búið að loka fyrir aðgengi að fréttasíðunni. BBC News in Russian: https://t.co/EUXDJLsZMs— BBC News Technology (@BBCTech) March 4, 2022 Rússneska Dúman samþykkti þá í morgun frumvarp til laga um að hver sá sem deili „falsfréttum“ af stríðinu í Úkraínu eigi yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða árás, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértæka hernaðaraðgerð“ sé að ræða til að koma stjórnvöldum í Úkraínu, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá hafa rússneskir þingmenn gert það ólöglegt að kalla eftir því að Rússland verði beitt refsiaðgerðum. Það var gert í morgun en Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni Tass, sem er í eigu rússneskra yfirvalda, verður hægt að refsa fólki með sektum eða allt að þriggja ára vist í fangelsi eða vinnubúðum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49
„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. 3. mars 2022 21:01