Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 08:12 Rússar gætu átt von á fimmtán ára fangelsisvist segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu í Úkraínu. Getty/Russian State Duma Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. Þriðja umræða um frumvarpið fór fram í rússneska þinginu í morgun áður en hún var svo samþykkt. Samkvæmt þessum nýju lögum gætu Rússar átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist dreifi þeir falsfréttum, sem hafi alvarleg áhrif, af innrás Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Reuters greinir frá samþykktinni. Russian Duma passes a law criminalizing distribution of fake news about the Russian military with up to 15 years in prison.Calling for people to attend anti-war protests in Russia will now carry a penalty of up to 5 years in prison.Repression in Russia accelerating rapidly — Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) March 4, 2022 Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða áras, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértækja hernaðaraðgerð“ sé að ræða til þess að koma stjórnvöldum, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá sé hernaðaraðgerðin auk þess til þess gerð að stöðva þjóðarmorðið sem úkraínsk stjórnvöld hafi framið á íbúum austurhéraða Úkraínu undanfarin ár. Það ber að taka fram að engar haldbærar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir Rússa. Í gær var fjölmiðlum í Rússlandi lokað fyrir að fylgja ekki skipunum frá Kreml um umfjöllun um innrás Rússlands í Úkraínu og margir rússneskir blaðamenn hafa nú yfirgefið landið. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að setja herlög og loka landamærunum. Þá óttast fólk að vera kvatt í herinn og þvingað til að taka þátt í hernaði. I've lived & reported in Russia for more than 10 years & have seen people get kicked out of the country. But this was the 1st time there seemed to be a real risk of being kept in it. (Though you'd hope foreigners would be allowed to slide) https://t.co/JxF9NHNTif— Alec Luhn (@ASLuhn) March 3, 2022 Þá hafa rússneskir þingmenn lagt fram frumvarp sem snýr að því að þvinga fólk, sem hefur verið handtekið fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu, í rússneska herinn. Þingmennirnir sem lögðu fram frumvarpið tilheyra minnihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Kevin Rothrock blaðamaður sagðist í gær telja ólíklegt að tillagan verði samþykkt. Þess í stað sé frumvarpinu ætlað að hræða rússneskan almenning og koma í veg fyrir mótmæli gegn innrásinni. A note of caution here: The draft legislation about conscripting anti-war protesters was introduced by minority party deputies. Informed people say this is a scare tactic by the authorities that’s unlikely to pass. I, for one, would be scared. https://t.co/KdGprG09Hj— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 3, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Þriðja umræða um frumvarpið fór fram í rússneska þinginu í morgun áður en hún var svo samþykkt. Samkvæmt þessum nýju lögum gætu Rússar átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist dreifi þeir falsfréttum, sem hafi alvarleg áhrif, af innrás Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Reuters greinir frá samþykktinni. Russian Duma passes a law criminalizing distribution of fake news about the Russian military with up to 15 years in prison.Calling for people to attend anti-war protests in Russia will now carry a penalty of up to 5 years in prison.Repression in Russia accelerating rapidly — Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) March 4, 2022 Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða áras, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértækja hernaðaraðgerð“ sé að ræða til þess að koma stjórnvöldum, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá sé hernaðaraðgerðin auk þess til þess gerð að stöðva þjóðarmorðið sem úkraínsk stjórnvöld hafi framið á íbúum austurhéraða Úkraínu undanfarin ár. Það ber að taka fram að engar haldbærar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir Rússa. Í gær var fjölmiðlum í Rússlandi lokað fyrir að fylgja ekki skipunum frá Kreml um umfjöllun um innrás Rússlands í Úkraínu og margir rússneskir blaðamenn hafa nú yfirgefið landið. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að setja herlög og loka landamærunum. Þá óttast fólk að vera kvatt í herinn og þvingað til að taka þátt í hernaði. I've lived & reported in Russia for more than 10 years & have seen people get kicked out of the country. But this was the 1st time there seemed to be a real risk of being kept in it. (Though you'd hope foreigners would be allowed to slide) https://t.co/JxF9NHNTif— Alec Luhn (@ASLuhn) March 3, 2022 Þá hafa rússneskir þingmenn lagt fram frumvarp sem snýr að því að þvinga fólk, sem hefur verið handtekið fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu, í rússneska herinn. Þingmennirnir sem lögðu fram frumvarpið tilheyra minnihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Kevin Rothrock blaðamaður sagðist í gær telja ólíklegt að tillagan verði samþykkt. Þess í stað sé frumvarpinu ætlað að hræða rússneskan almenning og koma í veg fyrir mótmæli gegn innrásinni. A note of caution here: The draft legislation about conscripting anti-war protesters was introduced by minority party deputies. Informed people say this is a scare tactic by the authorities that’s unlikely to pass. I, for one, would be scared. https://t.co/KdGprG09Hj— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 3, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira