Innlent

„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Þær Lada Cherkasova-Jónsson og Viktoriya Serdyuk eru frá Rússlandi og Úkraínu og vinkonur. Þær eru líka nágrannar og búa báðar í Hveragerði. Þær segja stríðið þeim þungbært.
Þær Lada Cherkasova-Jónsson og Viktoriya Serdyuk eru frá Rússlandi og Úkraínu og vinkonur. Þær eru líka nágrannar og búa báðar í Hveragerði. Þær segja stríðið þeim þungbært. Vísir/Sigurjón

Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært.

Hópur tónlistarmanna kom saman við sendiráðið í morgun og söng lög til að mótmæla stríðsrekstri Rússa í Úkraínu.

Á meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum voru tvær vinkonur og nágrannar frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði og hafa búið hér á landi síðustu tvo áratugina.

Viktoriya Serdyuk er frá Donetskhéraði í austanverðri Úkraníu. 

„Við eru bara rosaleg fjölskylda rússneskt fólk og úkraínskt fólk. Daglega vöknum við við allskonar fréttir. Rosalega margir dóu. Rosalega margir geta ekki bara lifað venjulega og þetta mjög mjög erfitt.“

Lada tekur í sama streng. 

„Flestir vina minna hér eru Úkraínumenn. Hvaða munur er á okkur? Hann er enginn. Mannkynið er ein fjölskylda,“ segir Lada Cherkasova-Jónsson

„Það er enginn munur á milli fólks og þjóða. Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns ekkert annað.“


Tengdar fréttir

Tvær hafnarborgir í suðurhluta Úkraínu á valdi Rússa

Hafnarborgin Kherson er á valdi Rússa og Mariupol er við það að falla þótt heimamenn berjist enn við árásarherinn. Utanríkisráðherra Rússlands segir að þegar búið verði að splunda her Úkraínumanna og hreinsa landið af nasismanum verði almenningur í Úkraínu að ákveða framtíð landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×