Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:49 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa vilja koma af stað kjarnorkuslysi. GETTY/Presidency of Ukraine Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00
Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59