Enski boltinn

Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Roman Abramovich hefur fengið nokkur himinhá tilboð í Chelsea.
Roman Abramovich hefur fengið nokkur himinhá tilboð í Chelsea. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images

Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna.

Rússneski auðjöfurinn tilkynnti það á miðvikudaginn að hann hygðist selja Chelsea eftir innrás Rússa í Úkraínu og segir það vera það besta í stöðunni fyrir félagið.

Svissneski milljarðamæringurinn Hansjorg Wyss og ameríski fjárfestirinn Todd Boehly eru tveir af þeim sem heimildir Sky Sports herma að hafi lagt fram tilboð.

Breski milljarðamæringurinn og landeigandinn Sir Jim Ratcliffe var sagður áhugasamur um að kaupa félagið, en hann hefur hins vegar blásið á þær sögusagnir að hann ætli sér að kaupa liðið sem hann studdi í æsku.

Samkvæmt breska fréttamiðlinum PA má búast við fleiri tilboðum í félagið á næstunni. Chelsea er ríkjandi Evrópumeistari og eitt mest áberandi fótboltalið heims. Það megi því búast við nokkrum áhuga frá fjárfestum á næstu dögum og vikum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.