Conte: „Middlesbrough átti skilið að fara áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 23:14 Antonio Conte var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Stu Forster/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var niðurlútur eftir að liðið féll úr leik í framlengingu í FA-bikarnum gegn B-deildarliðið Middlesbrough í kvöld. „Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
„Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26