Conte: „Middlesbrough átti skilið að fara áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 23:14 Antonio Conte var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Stu Forster/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var niðurlútur eftir að liðið féll úr leik í framlengingu í FA-bikarnum gegn B-deildarliðið Middlesbrough í kvöld. „Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
„Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn