Erlent

Sjö­tíu úkraínskir her­menn féllu í árás Rússa í Ok­htyrka

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarlið er enn að störfum að leita að mönnum á lífi í rústum bygginga herstöðvarinnar.
Björgunarlið er enn að störfum að leita að mönnum á lífi í rústum bygginga herstöðvarinnar. Zhyvytskyi/Telegram

Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn.

Þetta segir Dmitro Zhyvytskyi, ríkisstjóri í umdæminu Sumy þar sem Okhtyrka er að finna, í skilaboðum á Telegram.

Í frétt BBC kemur fram að árásin hafi verið gerð á herstöð úkraínska hersins í Okhtyrka. Zhyvytskyi segir að björgunarlið sé enn að störfum á staðnum þar sem verið sé að leita að mönnum á lífi í rústum bygginga.

„Margir eru látnir. Nú er verið að grafa fyrir sjötíu úkraínska hermenn í kirkjugarðinum,“ segir Zhyvytskyi. Hann bætir við að „óvinurinn hafi fengið það sem hann hafi átt skilið“ og að nú sé búið að afhenda Rauða krossinum lík „margra dauðra Rússa“. Fullyrðingar Zhyvytskyi hafa þó ekki fengist staðfestar, segir í frétt BBC.

Á Twitter-síðu úkraínska þingsins segir að Rússar hafi skotið Grad-eldflaugum á herstöðina. Þar er er jafnframt talað um hina látnu sem „hetjur Úkraínu“.

Okhtyrka er að finna í norðausturhluta Úkraínu, ekki langt frá Kharkív, næststærstu borg landsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×