Vaktin: Hergagnalestin mikla þokast lítið áfram Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. mars 2022 06:13 Hergagnalestin mikla hefur lítið hreyfst undanfarin sólarhring. Maxar Technologies via AP Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. Samantekt á stöðu mála Nýjar gervihnattamyndir sýna 64 kílómetra langa rússneska hergagnalest sem stefnir í suðurátt í átt að Kænugarði. Þar eiga að vera mörg hundruð skriðdreka, stórskotalið og fleiri herbílar. Hún hefur þó þokast lítið áfram undanfarin sólarhring eða svo. Búist er við því að Rússar setji aukinn kraft í árásir sínar í dag eða á næstu dögum eftir að hafa gert breytingar á undanförnum dögum. Nokkrar borgir í Úkraínu eru sagðar umkringdar rússneskum hermönnum. Borgarstjóri Kænugarðs segist ekki geta sagt hve lengi Úkraínumenn geti varist rússnesku innrásinni lengi, en þó lengi. Borgarstjórinn í Karkív segir að níu óbreyttir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í sprengjuárás rússneska hersins í íbúðahverfi í borginni í gær. Rússar eru sakaðir um að beita klasasprengjum gegn almennum borgurum. Þá eru minnst tíu borgarar sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á ráðhús Karkívs í morgun. Forseti Úkraínu segir þessar árásir hryðjuverk. Rússar hafna þeim ásökunum en talsmaður Pútíns segir þær falskar. Nágrannar Úkraínu í Búlgaríu, Póllandi og Slóvakíu ætla að útvega Úkraínumönnum sjötíu orrustuþotur. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að innrásinni verði ekki hætt fyrr en Rússar hafi náð markmiðum sínum. Talsmaður Vladimírs Pútín forseta segir að refsiaðgerðir muni ekki stöðva Rússa. Minnst fimm eru látnir eftir að Rússar skutu eldflaug á sjónvarpsturninn í Kænugarði og minnisvarðann við Babyn Yar, þar sem 33 þúsund gyðingar voru drepnir af nasistum árið 1941. Fulltrúar ESB hafa komið sér saman um hvaða rússnesku fjármálastofnanir fái ekki lengur aðgang að SWIFT-greiðslukerfinu. Forseti Úkraínu segir að ekki sé hægt að ræða frið á milli Rússlands og Úkraínu á meðan loftárásir eru gerðar á úkraínskar borgir og borgara Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan, en lesa má Vísisvakt gærdagsins og síðustu daga hér.
Samantekt á stöðu mála Nýjar gervihnattamyndir sýna 64 kílómetra langa rússneska hergagnalest sem stefnir í suðurátt í átt að Kænugarði. Þar eiga að vera mörg hundruð skriðdreka, stórskotalið og fleiri herbílar. Hún hefur þó þokast lítið áfram undanfarin sólarhring eða svo. Búist er við því að Rússar setji aukinn kraft í árásir sínar í dag eða á næstu dögum eftir að hafa gert breytingar á undanförnum dögum. Nokkrar borgir í Úkraínu eru sagðar umkringdar rússneskum hermönnum. Borgarstjóri Kænugarðs segist ekki geta sagt hve lengi Úkraínumenn geti varist rússnesku innrásinni lengi, en þó lengi. Borgarstjórinn í Karkív segir að níu óbreyttir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í sprengjuárás rússneska hersins í íbúðahverfi í borginni í gær. Rússar eru sakaðir um að beita klasasprengjum gegn almennum borgurum. Þá eru minnst tíu borgarar sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á ráðhús Karkívs í morgun. Forseti Úkraínu segir þessar árásir hryðjuverk. Rússar hafna þeim ásökunum en talsmaður Pútíns segir þær falskar. Nágrannar Úkraínu í Búlgaríu, Póllandi og Slóvakíu ætla að útvega Úkraínumönnum sjötíu orrustuþotur. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að innrásinni verði ekki hætt fyrr en Rússar hafi náð markmiðum sínum. Talsmaður Vladimírs Pútín forseta segir að refsiaðgerðir muni ekki stöðva Rússa. Minnst fimm eru látnir eftir að Rússar skutu eldflaug á sjónvarpsturninn í Kænugarði og minnisvarðann við Babyn Yar, þar sem 33 þúsund gyðingar voru drepnir af nasistum árið 1941. Fulltrúar ESB hafa komið sér saman um hvaða rússnesku fjármálastofnanir fái ekki lengur aðgang að SWIFT-greiðslukerfinu. Forseti Úkraínu segir að ekki sé hægt að ræða frið á milli Rússlands og Úkraínu á meðan loftárásir eru gerðar á úkraínskar borgir og borgara Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan, en lesa má Vísisvakt gærdagsins og síðustu daga hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira