Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 16:27 Selenskí skrifaði undir umsóknina í dag, Mynd/Twitter Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því að Úkraína fái að ganga í Evrópusambandið en forsetinn skrifaði undir beiðni þess efnis fyrir skemmstu. Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Hann sagðist sannfærður um að það væri sanngjarnt og í senn mögulegt. Friðaviðræður fóru fram milli sendinefnda Rússa og Úkraínu í Hvíta-Rússlandi í dag en viðræðurnar báru lítinn árangur. Þá hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið saman á neyðarfundi, í fyrsta sinn í 40 ár, vegna stöðunnar. President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022 Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dag en Macron ítrekaði kröfur alþjóðasamfélagsins um að Rússar láti af hernaðarstarfsemi í Úkraínu og að vopnahléi verði tafarlaust komið á. Þá fór Macron sömuleiðis fram á það við Pútín að engar árásir yrðu gerðar á almenna borgara eða heimili þeirra á meðan friðaviðræðunum stendur og að allir meginvegir í Úkraínu haldist opnir og öruggir, sérstaklega vegurinn úr Kænugarði. Pútín er sagður hafa sýnt vilja til að fallast á öll þau atriði sem Macron nefndi. Kreml segir í yfirlýsingu að samkomulag gæti náðst í viðræðunum við Úkraínu ef ákveðnum skilyrðum verður fullnægt, sem talið er ólíklegt að Úkraína fallist á. Fjallað er ítarlega um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því að Úkraína fái að ganga í Evrópusambandið en forsetinn skrifaði undir beiðni þess efnis fyrir skemmstu. Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Hann sagðist sannfærður um að það væri sanngjarnt og í senn mögulegt. Friðaviðræður fóru fram milli sendinefnda Rússa og Úkraínu í Hvíta-Rússlandi í dag en viðræðurnar báru lítinn árangur. Þá hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið saman á neyðarfundi, í fyrsta sinn í 40 ár, vegna stöðunnar. President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022 Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dag en Macron ítrekaði kröfur alþjóðasamfélagsins um að Rússar láti af hernaðarstarfsemi í Úkraínu og að vopnahléi verði tafarlaust komið á. Þá fór Macron sömuleiðis fram á það við Pútín að engar árásir yrðu gerðar á almenna borgara eða heimili þeirra á meðan friðaviðræðunum stendur og að allir meginvegir í Úkraínu haldist opnir og öruggir, sérstaklega vegurinn úr Kænugarði. Pútín er sagður hafa sýnt vilja til að fallast á öll þau atriði sem Macron nefndi. Kreml segir í yfirlýsingu að samkomulag gæti náðst í viðræðunum við Úkraínu ef ákveðnum skilyrðum verður fullnægt, sem talið er ólíklegt að Úkraína fallist á. Fjallað er ítarlega um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00
Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42