Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2022 14:00 Abramovich bak við rússneskan fána á fundi með fleiri rússneskum viðskiptajöfrum með Vlaidmir Putin árið 2016. Getty Images/Mikhail Svetlov Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni. Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni.
Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13
„Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00