Vaktin: Forsetinn kallar eftir flugbanni yfir Úkraínu Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason, Fanndís Birna Logadóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. febrúar 2022 06:13 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpar þjóð sína. Igor Golovniov/SOPA Images/LightRocket via Getty Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu. Sprengingar hafa heyrst bæði í Kænugarði sem og næststærstu borg landsins, Kharkív. Íbúar Kænugarðs vöknuðu upp enn á ný upp við loftvarnaflautur í nótt. Stór herdeild sem fyrst var tilkynnt um í gær færist sífellt nær Kænugarði. Útgöngubanni var þó aflétt í höfuðborginni klukkan átta að úkraínskum tíma og verður verslunum heimilt að hafa opið auk þess að neðanjarðarlestir munu ganga. Útgöngubann mun aftur taka gildi klukkan 22 í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið að úkraínskum tíma. Gengi rússnesku rúblunnar lækkaði um nærri 30 prósent við opnun markaða í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra. Þetta var í fyrsta sinn sem markaðir opnuðu eftir að Vesturveldin tilkynntu um viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það helsta sem er að gerast í Úkraínu: Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tugatali og særst í hundruðatali eftir klasasprengjuárás á borgina Karkív. Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í tuttugu prósent til að reyna að hægja á falli rúblunnar. Refsiaðgerðir hafa komið verulega niður á virði gjaldmiðilsins. Úkraínumenn segjast hafa fellt eða handsamað um 5.300 rússneska hermenn. Þeir segja ekkert um hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið eða verið handsamaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að íbúar Kænugarðs geti flúið til vesturs. Rússneskir hermenn kringum borgina muni ekki ógna þeim. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir skipulagsleysi og sterka vörn Úkraínumanna hafa hægt á sókninni að Kænugarði. Rússneskir hermenn sitja í raun um nokkrar af stærstu borgum Úkraínu en hefur ekki tekist að hernema þær. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast búast við því að her Hvíta-Rússlands muni ganga til liðs við her Rússlands í dag eða á næstu dögum og taka þátt í innrásinni í Úkraínu. Ráðamenn margra vestrænna ríkja hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum mikið af vopnum og jafnvel orrustuþotur. Vladimír Pútín hefur sett kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu og yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að þjóðin hafi í atkvæðagreiðslu samþykkt að fella úr gildi ákvæðir stjórnarskrár ríkisins um að banna kjarnorkuvopn þar í landi. Viðræður milli sendinefnda frá Rússlandi og Úkraínu fóru fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist fyrir fundinn tortrygginn á vilja Rússa til viðræðna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag á neyðarfundi vegna stöðunnar og er áætlað að fundurinn standi yfir næstu daga. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur formlega sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Úkraínu. Stór rússnesk herdeild sem telur hundruð herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, nálgast Kænugarð úr norðaustri, samkvæmt gervihnattamyndum. Selenskí forseti hefur ýjað að því að algjöru flugbanni yfir Úkraínu verði komið á gagnvart Rússum. Það myndi þýða að reynt yrði að skjóta niður allt það sem Rússar setja inn í lofthelgi Úkraínu; eldflaugar, flugvélar og þyrlur. Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með gangi mála í Úkraínu í allan dag í vaktinni að neðan.
Sprengingar hafa heyrst bæði í Kænugarði sem og næststærstu borg landsins, Kharkív. Íbúar Kænugarðs vöknuðu upp enn á ný upp við loftvarnaflautur í nótt. Stór herdeild sem fyrst var tilkynnt um í gær færist sífellt nær Kænugarði. Útgöngubanni var þó aflétt í höfuðborginni klukkan átta að úkraínskum tíma og verður verslunum heimilt að hafa opið auk þess að neðanjarðarlestir munu ganga. Útgöngubann mun aftur taka gildi klukkan 22 í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið að úkraínskum tíma. Gengi rússnesku rúblunnar lækkaði um nærri 30 prósent við opnun markaða í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra. Þetta var í fyrsta sinn sem markaðir opnuðu eftir að Vesturveldin tilkynntu um viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það helsta sem er að gerast í Úkraínu: Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tugatali og særst í hundruðatali eftir klasasprengjuárás á borgina Karkív. Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í tuttugu prósent til að reyna að hægja á falli rúblunnar. Refsiaðgerðir hafa komið verulega niður á virði gjaldmiðilsins. Úkraínumenn segjast hafa fellt eða handsamað um 5.300 rússneska hermenn. Þeir segja ekkert um hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið eða verið handsamaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að íbúar Kænugarðs geti flúið til vesturs. Rússneskir hermenn kringum borgina muni ekki ógna þeim. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir skipulagsleysi og sterka vörn Úkraínumanna hafa hægt á sókninni að Kænugarði. Rússneskir hermenn sitja í raun um nokkrar af stærstu borgum Úkraínu en hefur ekki tekist að hernema þær. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast búast við því að her Hvíta-Rússlands muni ganga til liðs við her Rússlands í dag eða á næstu dögum og taka þátt í innrásinni í Úkraínu. Ráðamenn margra vestrænna ríkja hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum mikið af vopnum og jafnvel orrustuþotur. Vladimír Pútín hefur sett kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu og yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að þjóðin hafi í atkvæðagreiðslu samþykkt að fella úr gildi ákvæðir stjórnarskrár ríkisins um að banna kjarnorkuvopn þar í landi. Viðræður milli sendinefnda frá Rússlandi og Úkraínu fóru fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist fyrir fundinn tortrygginn á vilja Rússa til viðræðna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag á neyðarfundi vegna stöðunnar og er áætlað að fundurinn standi yfir næstu daga. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur formlega sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Úkraínu. Stór rússnesk herdeild sem telur hundruð herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, nálgast Kænugarð úr norðaustri, samkvæmt gervihnattamyndum. Selenskí forseti hefur ýjað að því að algjöru flugbanni yfir Úkraínu verði komið á gagnvart Rússum. Það myndi þýða að reynt yrði að skjóta niður allt það sem Rússar setja inn í lofthelgi Úkraínu; eldflaugar, flugvélar og þyrlur. Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með gangi mála í Úkraínu í allan dag í vaktinni að neðan.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent