Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2022 14:14 Antonov 225, stærsta flugvél heims, á akstursbraut Leipzig-flugvallar í nóvember 2016, skömmu áður en henni var flogið til Íslands. Mynd/LeipzigHalle-flugvöllur. Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. Það var síðastliðinn fimmtudag sem milli tuttugu og þrjátíu rússneskar árásarþyrlur með sveit fallhlífarhermanna réðust á flugvöllinn og náðu honum á sitt vald. Úkraínska hernum tókst að yfirbuga Rússana en aðeins um tíma því daginn eftir, síðastliðinn föstudag, gerði rússneski herinn aðra árás frá Hvíta-Rússlandi með enn fleiri þyrlum og fjölmennum landher og hafa Rússar síðan haldið flugvellinum. Antonov-risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Takið eftir að hún er með sex hreyfla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Talsvert mannfall varð í átökunum og miklar skemmdir á flugvellinum og fljótlega bárust óstaðfestar fréttir af því að „Mriya“, eða „Draumur", eins og risaþotan er kölluð, hefði einnig eyðilagst. Fréttir þess efnis birtust á flugfréttasíðum og hjá kunnum flugbloggurum en einnig í virtum fjölmiðlum, eins og The Herald í Skotlandi. Sumir miðlar greindu frá því að flugskýli, sem hún var í, hefði brunnið. Gervihnattamynd sem staðhæft er að sýni flugskýlið og Antonov-flugvélina brenna. Þær fregnir virðast hafa verið bornar til baka af yfirflugstjóra Antonov, Dmitry Antonov, sem á að hafa sagt í facebook-færslu að Antonov-þotan hefði sloppið og væri óskemmd. Eigandi hennar, Antonov-flugfélagið, kvaðst hins vegar í yfirlýsingu á twitter á föstudag ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um ástand flugvélarinnar. Í dag hafa svo ósannreyndar myndir birst á twitter sem eiga að sýna flugskýlið og flugvélina í ljósum logum. Reynist þær fréttir réttar, að An 225-hafi eyðilagst, yrði það mikill skaði fyrir flugheiminn og flugsöguna þar sem hún var aðeins til í þessu eina eintaki. Þessi sex hreyfla risaeðla hefur haft þann sess að vera bæði lengsta og þyngsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað, með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Antonov-verksmiðjurnar voru reyndar langt komnar með að smíða annað eintak á sínum tíma en áform um að gera þá vél einnig flughæfa hafa ekki gengið eftir. Viðbót klukkan 21.10. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, skýrði frá því síðdegis að flugvélin hefði eyðilagst og sagði í tísti: „Þetta var stærsta flugvél heims, AN-225 „Mriya“ (Draumur). Rússland gæti hafa eyðilagt „Mriya“ okkar. En þeir munu aldrei geta eyðilagt draum okkar um sterkt, frjálst og lýðræðislegt Evrópuríki. Við munum sigra!“ Antonov-flugvélaframleiðandinn, en dótturfélag þess er eigandi flugvélarinnar, kvaðst hins vegar ekki geta staðfest tæknilegt ástand hennar fyrr en hún hefði verið rannsökuð. Antonov-risaþotan hefur oftar en einu sinni lent á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í nóvember 2016 og einnig í júní 2014. Þá birtist þessi frétt á Stöð 2 af komu hennar: Hér má sjá magnað flugtak hennar frá Keflavíkurflugvelli: Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Það var síðastliðinn fimmtudag sem milli tuttugu og þrjátíu rússneskar árásarþyrlur með sveit fallhlífarhermanna réðust á flugvöllinn og náðu honum á sitt vald. Úkraínska hernum tókst að yfirbuga Rússana en aðeins um tíma því daginn eftir, síðastliðinn föstudag, gerði rússneski herinn aðra árás frá Hvíta-Rússlandi með enn fleiri þyrlum og fjölmennum landher og hafa Rússar síðan haldið flugvellinum. Antonov-risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Takið eftir að hún er með sex hreyfla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Talsvert mannfall varð í átökunum og miklar skemmdir á flugvellinum og fljótlega bárust óstaðfestar fréttir af því að „Mriya“, eða „Draumur", eins og risaþotan er kölluð, hefði einnig eyðilagst. Fréttir þess efnis birtust á flugfréttasíðum og hjá kunnum flugbloggurum en einnig í virtum fjölmiðlum, eins og The Herald í Skotlandi. Sumir miðlar greindu frá því að flugskýli, sem hún var í, hefði brunnið. Gervihnattamynd sem staðhæft er að sýni flugskýlið og Antonov-flugvélina brenna. Þær fregnir virðast hafa verið bornar til baka af yfirflugstjóra Antonov, Dmitry Antonov, sem á að hafa sagt í facebook-færslu að Antonov-þotan hefði sloppið og væri óskemmd. Eigandi hennar, Antonov-flugfélagið, kvaðst hins vegar í yfirlýsingu á twitter á föstudag ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um ástand flugvélarinnar. Í dag hafa svo ósannreyndar myndir birst á twitter sem eiga að sýna flugskýlið og flugvélina í ljósum logum. Reynist þær fréttir réttar, að An 225-hafi eyðilagst, yrði það mikill skaði fyrir flugheiminn og flugsöguna þar sem hún var aðeins til í þessu eina eintaki. Þessi sex hreyfla risaeðla hefur haft þann sess að vera bæði lengsta og þyngsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað, með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Antonov-verksmiðjurnar voru reyndar langt komnar með að smíða annað eintak á sínum tíma en áform um að gera þá vél einnig flughæfa hafa ekki gengið eftir. Viðbót klukkan 21.10. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, skýrði frá því síðdegis að flugvélin hefði eyðilagst og sagði í tísti: „Þetta var stærsta flugvél heims, AN-225 „Mriya“ (Draumur). Rússland gæti hafa eyðilagt „Mriya“ okkar. En þeir munu aldrei geta eyðilagt draum okkar um sterkt, frjálst og lýðræðislegt Evrópuríki. Við munum sigra!“ Antonov-flugvélaframleiðandinn, en dótturfélag þess er eigandi flugvélarinnar, kvaðst hins vegar ekki geta staðfest tæknilegt ástand hennar fyrr en hún hefði verið rannsökuð. Antonov-risaþotan hefur oftar en einu sinni lent á Keflavíkurflugvelli, meðal annars í nóvember 2016 og einnig í júní 2014. Þá birtist þessi frétt á Stöð 2 af komu hennar: Hér má sjá magnað flugtak hennar frá Keflavíkurflugvelli:
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26