Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2016 08:26 Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014. Mynd/Karl Georg Karlsson. Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15 í dag, laugardag. Hann er sem fyrr óstaðfestur, samkvæmt upplýsingum frá Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar, en standist hann er flugtak áætlað tveimur klukkustundum síðar, klukkan 17.15. (Innskot. Laust fyrir klukkan 14 var enn tilkynnt um seinkun. Nánar hér.) Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um hádegisbil að íslenskum tíma. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldtungur hefðu staðið út úr einum sex hreyfla hennar í sextán sekúndur þegar verið var að drepa á hreyflunum á flugvélarstæði eftir lendingu í Leipzig í fyrradag. Atvikið var ekki talið alvarlegt og sögðu fulltrúar Antonov-vélarinnar í gær að hreyfillinn væri óskemmdur og flugvélin væri tilbúin til flugs. Flugsíðan Flightradar24 hafði eftir Antonov-mönnum að seinkunin væri ekki vegna hreyfilsins.Antonov-risaþotan er með sex hreyfla. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli í júní 2014.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íslenskir flugáhugamenn gætu hins vegar glaðst ef nýi lendingartíminn stenst því þá gefst tækifæri til að sjá þessa einstöku flugvél í björtu í Keflavík í dag á almennum frídegi. Veðurspáin fyrir Keflavíkurflugvöll klukkan 15 gerir ráð fyrir vestanátt, átta metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um fjögurra stiga hita. Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. Flugvélin lenti á Íslandi sumarið 2014, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49
Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. 11. nóvember 2016 09:59