Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2022 19:21 Sjálfboðaliði á lestarstöð í bænum Zahony í Ungverjalandi býður flóttafólki frá Úkraínu ávexti við komuna. Tæplega 300 flóttamenn komu með þessari lest. AP/Anna Szilagy Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. Lofvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð í morgun á öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Hersveitir Rússa komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og í nótt var skotið stórskoti á íbúðablokk í hverfinu. Yurii Zhyhanov vaknaði við hróp móður sinnar um klukkan fjögur í nótt. „Móðir mín æpti "vaknaðu, vaknaðu!" Ég vaknaði allur í ryki og öskraði. Það heyrðist í þjófavörnum bílanna. Ég veit það ekki, kannski var þetta sprengjuárás, kannski var þetta eldflaugaskot. Í miklu óðagoti,á kafi í reyk frá eldinum, tókum við töskurnar okkar og yfirgáfum húsið,“ sagði Zhyhanov þar sem hann stóð fyrir framan fjölbýlishúsið í dag. Fjölbýlishúsið í Obolonsky hverfinu í Kænugarði er nánast ónýtt eftir að Rússar skuti að því með skórskotabyssum í nótt.AP/Emilio Morenatti Rússar sækja að Úkraínumönnum á mörgum stöðum úr austri, suðri og norðri frá Hvítarússlandi. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út allsherjar herkvaðningu í morgun fyrir alla aldurshópa en áður hafði herkvaðningin aðeins náð til karlmanna upp að sextugsaldri. Báðar fylkingar fullyrða að hundruð manna hafi fallið í liði andstæðingsins. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hvatti Vladimir Putin forseta Rússlands til viðræðna í sjónvarpsávarpi í dag. „Mig langar til að ávarpa rússneska forsetann beint. Bardagar geisa úti um alla Úkraínu. Við skulum setjast niður og tala saman til að stöðva mannfallið. Við erum tilbúnir til viðræðna hvenær sem er,“ sagði Zelenskyy. Það var hins vegar ekki mikið samningahljóð í Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Hann sagði Rússa staðráðna í að afhervæða Úkraínu og losa landið undan nasismanum. Sergey Lavrov segir Rússa tilbúna til viðræðna við úkraínska herinn eftir að hann hefur svarað kalli Vladimirs Putin og steypt stjórninni í Kænugarði.AP/rússneska utanríkisráðuneytið „Við erum tilbúnir til viðræðna hvenær sem er eftir að úkraínski herinn hefur svarað kalli forseta okkar, látið af mótspyrnu við okkur og lagt niður vopn. Enginn mun ráðast á þá og kúga þá. Leyfum þeim að snúa aftur til fjölskyldna sinna og gefum úkraínsku þjóðinni tækifæri til að ákveða framtíð sína,“ sagði Lavrov. Á sama tíma og Zelenskyy kallar eftir viðræðum með Putin hvatti hann líka eftir harðari refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi. Evrópa hefði nægt afl til að stöðva innrásina. „Við bíðum eftir því frá Evrópuríkjunum að þau hætti að gefa út vegabréfsáritanir til Rússa, aftengi SWIFT-greiðslukerfið, einangri Rússland algerlega, kalli sendiherra heim, taki upp viðskiptabann á olíu og loki lofthelgi sinni fyrir Rússum,“ sagði Úkraínuforseti. Reyndar bönnuðu Bretar Aeroflot og öllum rússneskum flugfélögum að lenda í Bretlandi frá og með gærdeginum og meinaði þeim að athafna sig í breskri flughelgi. Flugmálastjórn Rússlands svaraði svo í sömu mynt í dag með því að setja sams konar bann á British Airways. Flóttafólk allt frá börnum til gamalmenna streymir frá Úkraínu til nágrannalanda í vestri.AP/Czarek Sokolowski Þótt karlmönnum eldri en 18 ára hafi verið bannað að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum streyma þúsundir Úkraínumanna til vesturlandamæranna aðallega til Moldovu, Ungverjalands og Póllands. Stjórnvöld í þeim löndum hafa boðið flóttafólk velkomið og slakað á kröfum um skilríki og almennir borgarar boðið flóttafólki aðstoð. Ónafngreind úkraínsk kona á ferð með tvö born lýsti þakklæti sínu við landamærin að Moldovu í dag. „Sjálfboðaliðar komu og spurðu hvort við hefðum einhvern samastað en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað, ég vissi ekki við hvern ég ætti að tala. Þeir sköffuðu okkur íbúð þangað sem við þrjú getum farið í Kishinev. Eftir það bíðum við þangað til faðir minn kemur, Kona að nafni Victoria ætlar að láta okkur fá herbergi til að byrja með. Við erum mjög þakklát,“ sagði konan. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Mikilvægt að undirbúa móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir mikilvægt að undirbúa mögulega móttöku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flóttamannanefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna ástandsins. 25. febrúar 2022 18:17 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Lofvarnaflautur hljómuðu um Kænugarð í morgun á öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Hersveitir Rússa komu inn í Obolonsky hverfið í norðurhluta Kænugarðs í morgun og í nótt var skotið stórskoti á íbúðablokk í hverfinu. Yurii Zhyhanov vaknaði við hróp móður sinnar um klukkan fjögur í nótt. „Móðir mín æpti "vaknaðu, vaknaðu!" Ég vaknaði allur í ryki og öskraði. Það heyrðist í þjófavörnum bílanna. Ég veit það ekki, kannski var þetta sprengjuárás, kannski var þetta eldflaugaskot. Í miklu óðagoti,á kafi í reyk frá eldinum, tókum við töskurnar okkar og yfirgáfum húsið,“ sagði Zhyhanov þar sem hann stóð fyrir framan fjölbýlishúsið í dag. Fjölbýlishúsið í Obolonsky hverfinu í Kænugarði er nánast ónýtt eftir að Rússar skuti að því með skórskotabyssum í nótt.AP/Emilio Morenatti Rússar sækja að Úkraínumönnum á mörgum stöðum úr austri, suðri og norðri frá Hvítarússlandi. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út allsherjar herkvaðningu í morgun fyrir alla aldurshópa en áður hafði herkvaðningin aðeins náð til karlmanna upp að sextugsaldri. Báðar fylkingar fullyrða að hundruð manna hafi fallið í liði andstæðingsins. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir öflug ríki Vesturlanda áhorfendur í varnarstríði Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafi ekki nægan fælingarmátt.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hvatti Vladimir Putin forseta Rússlands til viðræðna í sjónvarpsávarpi í dag. „Mig langar til að ávarpa rússneska forsetann beint. Bardagar geisa úti um alla Úkraínu. Við skulum setjast niður og tala saman til að stöðva mannfallið. Við erum tilbúnir til viðræðna hvenær sem er,“ sagði Zelenskyy. Það var hins vegar ekki mikið samningahljóð í Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Hann sagði Rússa staðráðna í að afhervæða Úkraínu og losa landið undan nasismanum. Sergey Lavrov segir Rússa tilbúna til viðræðna við úkraínska herinn eftir að hann hefur svarað kalli Vladimirs Putin og steypt stjórninni í Kænugarði.AP/rússneska utanríkisráðuneytið „Við erum tilbúnir til viðræðna hvenær sem er eftir að úkraínski herinn hefur svarað kalli forseta okkar, látið af mótspyrnu við okkur og lagt niður vopn. Enginn mun ráðast á þá og kúga þá. Leyfum þeim að snúa aftur til fjölskyldna sinna og gefum úkraínsku þjóðinni tækifæri til að ákveða framtíð sína,“ sagði Lavrov. Á sama tíma og Zelenskyy kallar eftir viðræðum með Putin hvatti hann líka eftir harðari refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi. Evrópa hefði nægt afl til að stöðva innrásina. „Við bíðum eftir því frá Evrópuríkjunum að þau hætti að gefa út vegabréfsáritanir til Rússa, aftengi SWIFT-greiðslukerfið, einangri Rússland algerlega, kalli sendiherra heim, taki upp viðskiptabann á olíu og loki lofthelgi sinni fyrir Rússum,“ sagði Úkraínuforseti. Reyndar bönnuðu Bretar Aeroflot og öllum rússneskum flugfélögum að lenda í Bretlandi frá og með gærdeginum og meinaði þeim að athafna sig í breskri flughelgi. Flugmálastjórn Rússlands svaraði svo í sömu mynt í dag með því að setja sams konar bann á British Airways. Flóttafólk allt frá börnum til gamalmenna streymir frá Úkraínu til nágrannalanda í vestri.AP/Czarek Sokolowski Þótt karlmönnum eldri en 18 ára hafi verið bannað að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum streyma þúsundir Úkraínumanna til vesturlandamæranna aðallega til Moldovu, Ungverjalands og Póllands. Stjórnvöld í þeim löndum hafa boðið flóttafólk velkomið og slakað á kröfum um skilríki og almennir borgarar boðið flóttafólki aðstoð. Ónafngreind úkraínsk kona á ferð með tvö born lýsti þakklæti sínu við landamærin að Moldovu í dag. „Sjálfboðaliðar komu og spurðu hvort við hefðum einhvern samastað en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað, ég vissi ekki við hvern ég ætti að tala. Þeir sköffuðu okkur íbúð þangað sem við þrjú getum farið í Kishinev. Eftir það bíðum við þangað til faðir minn kemur, Kona að nafni Victoria ætlar að láta okkur fá herbergi til að byrja með. Við erum mjög þakklát,“ sagði konan.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Mikilvægt að undirbúa móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir mikilvægt að undirbúa mögulega móttöku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flóttamannanefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna ástandsins. 25. febrúar 2022 18:17 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Mikilvægt að undirbúa móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir mikilvægt að undirbúa mögulega móttöku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flóttamannanefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna ástandsins. 25. febrúar 2022 18:17
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24
Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55