Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 16:30 Hermenn á víglínunni í austurhluta Úkraínu. AP/Alexei Alexandrov Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað. Biden ræddi við blaðamenn við Hvíta húsið í dag og sagði hann, samkvæmt AP fréttaveitunni, að engin ummerki hefðu sést varðandi það að Rússar væru að fækka hermönnum við landamæri Úkraínu, eins og þeir segjast vera að gera. Þá sagði Biden að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Rússar eru taldir hafa komið um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, krefst þess að í stuttu máli sagt að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfunum hefur verið hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja varðandi aðildarumsókn og mögulega samþykkt umsóknar. Rússar segjast ætla að bregðast við Ríkisstjórn Rússlands afhenti Bandaríkjamönnum í dag greinargerð þar sem Rússar gagnrýna Bandaríkin fyrir að vilja ekki ræða kröfur þeirra. Verði það ekki gert neyðist Rússar til að bregðast við. Samkvæmt frétt Moscow Times gætu þau viðbrögð verið „hernaðar-tæknilegs“ eðlis. Þá vilja Rússar að Bandaríkin og ríki NATO hætti að senda vopn til Úkraínu og taki þau vopn sem hafi verið veitt til landsins til baka. Þar að auki fjarlægi ríkin alla hernaðarráðgjafa frá landinu og hætti að taka þátt í sameiginlegum heræfingum með Úkraínuher Samhliða því að afhenda Bandaríkjamönnum áðurnefnda greinargerð vísuðu Rússar tveimur bandarískum erindrekum frá Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði í dag að forsetinn hefði miklar áhyggjur af ástandinu á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinnanna hafa skotið sprengjum yfir víglínuna í morgun en aðskilnaðarsinnarnir, sem Rússar standa þétt við bakið á, segja Úkraínumenn hafa skotið fyrst. Aðskilnaðarsinnar nærri Donetsk í austurhluta Úkraínu árið 2015.AP/Vadim Ghirda Peskov sagði Rússa hafa áhyggjur af því að nýtt stríð gæti brotist út við landamæri Rússlands. Pútín hélt því fram í vikunni að Úkraínumenn væru að fremja þjóðarmorð í austurhluta landsins. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Vopnahlé var gert árið 2015 en það hefur ítrekað verið brotið sem sprengjuárásum sem þessum. Vestrænir ráðamenn segjast ekki hafa séð ummerki um aukningu á þessum árásum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Rússar virtust vera að undirbúa árás á Úkraínu. Mögulega myndi hún hefjast á því Rússar sköpuðu átyllu til innrásar í austurhluta landsins. Það gæti verið fölsuð eða raunveruleg efnavopnaárás eða yfirlýsingar um að Úkraínumenn væru að brjóta á íbúum á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna. Pútín hélt því til að mynda fram að Úkraínumenn væru að fremja þjóðarmorð á svæðinu. Hann færði þó engar sannanir fyrir yfirlýsingu sinni. Ávarp Blinkens má sjá hér að neðan. Hafa séð Rússa safna blóði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að Rússar væru að flytja hermenn nær landamærum Úkraínu. Þá væru þeir búnir að flytja fleiri orrustuþotur á svæðið og auka viðbúnað þeirra í Svartahafi töluvert „Við höfum meira að segja séð Rússa auka blóðbirðgir sínar. Þú gerir það ekki að ástæðulausu og þú gerir það sérstaklega ekki ef þú ert að fara að pakka saman og fara heim," sagði Austin í dag. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Biden ræddi við blaðamenn við Hvíta húsið í dag og sagði hann, samkvæmt AP fréttaveitunni, að engin ummerki hefðu sést varðandi það að Rússar væru að fækka hermönnum við landamæri Úkraínu, eins og þeir segjast vera að gera. Þá sagði Biden að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Rússar eru taldir hafa komið um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, krefst þess að í stuttu máli sagt að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfunum hefur verið hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja varðandi aðildarumsókn og mögulega samþykkt umsóknar. Rússar segjast ætla að bregðast við Ríkisstjórn Rússlands afhenti Bandaríkjamönnum í dag greinargerð þar sem Rússar gagnrýna Bandaríkin fyrir að vilja ekki ræða kröfur þeirra. Verði það ekki gert neyðist Rússar til að bregðast við. Samkvæmt frétt Moscow Times gætu þau viðbrögð verið „hernaðar-tæknilegs“ eðlis. Þá vilja Rússar að Bandaríkin og ríki NATO hætti að senda vopn til Úkraínu og taki þau vopn sem hafi verið veitt til landsins til baka. Þar að auki fjarlægi ríkin alla hernaðarráðgjafa frá landinu og hætti að taka þátt í sameiginlegum heræfingum með Úkraínuher Samhliða því að afhenda Bandaríkjamönnum áðurnefnda greinargerð vísuðu Rússar tveimur bandarískum erindrekum frá Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði í dag að forsetinn hefði miklar áhyggjur af ástandinu á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinnanna hafa skotið sprengjum yfir víglínuna í morgun en aðskilnaðarsinnarnir, sem Rússar standa þétt við bakið á, segja Úkraínumenn hafa skotið fyrst. Aðskilnaðarsinnar nærri Donetsk í austurhluta Úkraínu árið 2015.AP/Vadim Ghirda Peskov sagði Rússa hafa áhyggjur af því að nýtt stríð gæti brotist út við landamæri Rússlands. Pútín hélt því fram í vikunni að Úkraínumenn væru að fremja þjóðarmorð í austurhluta landsins. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Vopnahlé var gert árið 2015 en það hefur ítrekað verið brotið sem sprengjuárásum sem þessum. Vestrænir ráðamenn segjast ekki hafa séð ummerki um aukningu á þessum árásum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Rússar virtust vera að undirbúa árás á Úkraínu. Mögulega myndi hún hefjast á því Rússar sköpuðu átyllu til innrásar í austurhluta landsins. Það gæti verið fölsuð eða raunveruleg efnavopnaárás eða yfirlýsingar um að Úkraínumenn væru að brjóta á íbúum á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna. Pútín hélt því til að mynda fram að Úkraínumenn væru að fremja þjóðarmorð á svæðinu. Hann færði þó engar sannanir fyrir yfirlýsingu sinni. Ávarp Blinkens má sjá hér að neðan. Hafa séð Rússa safna blóði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að Rússar væru að flytja hermenn nær landamærum Úkraínu. Þá væru þeir búnir að flytja fleiri orrustuþotur á svæðið og auka viðbúnað þeirra í Svartahafi töluvert „Við höfum meira að segja séð Rússa auka blóðbirðgir sínar. Þú gerir það ekki að ástæðulausu og þú gerir það sérstaklega ekki ef þú ert að fara að pakka saman og fara heim," sagði Austin í dag.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47