Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 12:05 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í nýlegri heimsókn til hermanna. EPA/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. Gífurleg spenna er á svæðinu þar sem Rússar hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum að landamærum Úkraínu og ráðamenn í Atlantshafsbandalaginu hafa varað við því að Rússar gætu gert innrás í Úkraínu hvenær sem er. Þá hafa ráðamenn í Úkraínu og víðar varað við því að Rússar gætu notað einhvers konar atvik á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna sem átyllu til að gera innrás. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Vopnahlé var gert árið 2015 en eins og bent er á í frétt Reuters hefur Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu tilkynnti fjölda brota á vopnahléinu á degi hverjum. Sprengjum eins og þeim sem lentu við leikskólann er reglulega varpað í sitthvora áttina yfir víglínuna. Video from site of kindergarten shelling this morning. The kindergarten was on ukrainian controlled territory — so it clearly was not the ukr side doing the firing. pic.twitter.com/9YSkZrTfxU— Oliver Carroll (@olliecarroll) February 17, 2022 Rússar hafa veitt fjölmörgum íbúum á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna vegabréf og Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti nýverið ályktun um að Pútín viðurkenndi sjálfstæði þessara svæða í Úkraínu. Kreml hefur gefið í skyn að það standi ekki til. Ráðamenn í Rússlandi hafa sagst vera að fækka hermönnum við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu segjast ekki hafa séð ummerki þess. Þvert á móti segja Bandaríkjamenn að Rússar séu að senda sjö þúsund hermenn til viðbótar til landamæranna og að koma upp sjúkrahúsaðstöðu við landamærin. Varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á fundi í Brussel í gær. Þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að auka varnir bandalagsins í ljós þess sem Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kallaði viðleitni Rússa til að grafa undan grunnstoðum evrópsk öryggis til áratuga. We face a crisis in European security. #Russia has made clear that it's prepared to contest fundamental principles of our security by using force. #NATO Ministers decided to develop options to further strengthen deterrence & defence. pic.twitter.com/CoGZTZs7cs— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 16, 2022 Snýst um framtíð Úkraínu Rússar hafa í stuttu máli sagt krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu og að aðildarlöndum í Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu. Þeim kröfum var fljótt hafnað. Vesturveldin svokölluðu hafa þó sagst tilbúin til viðræðna við Rússa um vopn og viðbúnað í Evrópu. Blaðamaður BBC spurði Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að því í morgun hvort Úkraínumenn væru tilbúnir til að sleppa tökum á draumnum um aðild að NATO vegna krafna Rússa. Forsetinn sagði þetta ekki snúast drauma. Úkraníumenn hafðu misst fimmtán þúsund manns. „Þetta snýst ekki um NATO. Þetta snýst um framtíð okkar fólks.“ Hann sagði deiluna snúast um sjálfstæði Úkraínu og rétt Úkraínumanna til að taka eigin ákvarðanir um framtíð ríkisins. I just asked President Zelensky whether Ukraine would be ready to compromise its ambition of joining Nato, given the high tensions. He told me: Ukraine needs security guarantees. Nato is ours. Our guarantee of not losing our independence. pic.twitter.com/X3mYeNF84l— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) February 17, 2022 Úkraína Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Gífurleg spenna er á svæðinu þar sem Rússar hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum að landamærum Úkraínu og ráðamenn í Atlantshafsbandalaginu hafa varað við því að Rússar gætu gert innrás í Úkraínu hvenær sem er. Þá hafa ráðamenn í Úkraínu og víðar varað við því að Rússar gætu notað einhvers konar atvik á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna sem átyllu til að gera innrás. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Vopnahlé var gert árið 2015 en eins og bent er á í frétt Reuters hefur Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu tilkynnti fjölda brota á vopnahléinu á degi hverjum. Sprengjum eins og þeim sem lentu við leikskólann er reglulega varpað í sitthvora áttina yfir víglínuna. Video from site of kindergarten shelling this morning. The kindergarten was on ukrainian controlled territory — so it clearly was not the ukr side doing the firing. pic.twitter.com/9YSkZrTfxU— Oliver Carroll (@olliecarroll) February 17, 2022 Rússar hafa veitt fjölmörgum íbúum á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna vegabréf og Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti nýverið ályktun um að Pútín viðurkenndi sjálfstæði þessara svæða í Úkraínu. Kreml hefur gefið í skyn að það standi ekki til. Ráðamenn í Rússlandi hafa sagst vera að fækka hermönnum við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu segjast ekki hafa séð ummerki þess. Þvert á móti segja Bandaríkjamenn að Rússar séu að senda sjö þúsund hermenn til viðbótar til landamæranna og að koma upp sjúkrahúsaðstöðu við landamærin. Varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á fundi í Brussel í gær. Þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að auka varnir bandalagsins í ljós þess sem Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kallaði viðleitni Rússa til að grafa undan grunnstoðum evrópsk öryggis til áratuga. We face a crisis in European security. #Russia has made clear that it's prepared to contest fundamental principles of our security by using force. #NATO Ministers decided to develop options to further strengthen deterrence & defence. pic.twitter.com/CoGZTZs7cs— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 16, 2022 Snýst um framtíð Úkraínu Rússar hafa í stuttu máli sagt krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu og að aðildarlöndum í Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu. Þeim kröfum var fljótt hafnað. Vesturveldin svokölluðu hafa þó sagst tilbúin til viðræðna við Rússa um vopn og viðbúnað í Evrópu. Blaðamaður BBC spurði Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að því í morgun hvort Úkraínumenn væru tilbúnir til að sleppa tökum á draumnum um aðild að NATO vegna krafna Rússa. Forsetinn sagði þetta ekki snúast drauma. Úkraníumenn hafðu misst fimmtán þúsund manns. „Þetta snýst ekki um NATO. Þetta snýst um framtíð okkar fólks.“ Hann sagði deiluna snúast um sjálfstæði Úkraínu og rétt Úkraínumanna til að taka eigin ákvarðanir um framtíð ríkisins. I just asked President Zelensky whether Ukraine would be ready to compromise its ambition of joining Nato, given the high tensions. He told me: Ukraine needs security guarantees. Nato is ours. Our guarantee of not losing our independence. pic.twitter.com/X3mYeNF84l— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) February 17, 2022
Úkraína Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06