Enski boltinn

„Haltu stóru höndunum þínum í burtu frá mér“

Sindri Sverrisson skrifar
Jordan Henderson sendi Joel Matip hressandi skilaboð á Instagram. Hann var ekki sérlega glaðbeittur á svip eftir að Matip sló hann í höfuðið, á San Siro í gær.
Jordan Henderson sendi Joel Matip hressandi skilaboð á Instagram. Hann var ekki sérlega glaðbeittur á svip eftir að Matip sló hann í höfuðið, á San Siro í gær. @jhenderson/Getty

Jordan Henderson virtist allt annað en skemmt í miðjum fagnaðarlátum Liverpool eftir að liðið komst yfir gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir eftir hornspyrnu Andy Robertson, og þeir rauðklæddu hópuðust saman úti við hliðarlínu til að fagna markinu.

Þar mætti Joel Matip á svæðið og tók þátt, þó að hann væri ekki inni á vellinum með félögum sínum. 

Matip sló „létt“ í höfuð manna en af banvænu augnaráði Henderson að dæma var höggið sem fyrirliðinn fékk frá Matip fullþungt.

Henderson grínaðist þó með atvikið eftir leik, birti myndskeið af því á Instagram og skrifaði: „Haltu stóru höndunum þínum í burtu frá mér,“ og bætti við hlæjandi broskalli.

Liverpool vann leikinn 2-0 og er í afar góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna á Anfield 8. mars.


Tengdar fréttir

Elliott hirti metið af Alexander-Arnold

Enski miðjumaðurinn Harvey Elliott skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Liverpool í kvöld þegar liðið vann góðan sigur á Inter Milan í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×