Embættismaðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, heldur því þvert á móti fram að rússneskum hermönnum á svæðinu hafi fjölgað um 7 þúsund á degi hverjum undanfarna daga.
Sami embættismaður segist óttast að Rússar muni finna sér átyllu til að ráðast inn í Úkraínu á næstu dögum.
Rússar lýstu því yfir í fyrradag að þeir væru byrjaðir að fækka í herliði sínu á svæðinu og var þeim fréttum tekið fagnandi á vesturlöndum. Nú virðist sem þær yfirlýsingar hafi verið innihaldslausar með öllu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á símafundi með þýska kanslaranum Olaf Scholz í gærkvöldi að Rússar verði að sýna raunveruleg dæmi um að verið sé að draga úr spennunni á svæðinu.