Manchester United féll úr FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í gærkvöld. Staðan á Old Trafford var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn óðu hreinlega í færum.
Þá fór boltinn í hönd leikmanns Middlsbrough í aðdraganda jöfnunarmarksins en ekkert var dæmt þar sem ekki var um „viljandi hendi“ að ræða og því fékk markið að standa. Á endanum fór það svo að Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni þar sem táningurinn Anthony Elanga skaut yfir og B-deildarliðið komið áfram.
On the 'handball', Anthony Taylor felt it was accidental as the ball had bounced up off his chest. VAR Stuart Attwell endorsed this interpretation.
— Simon Stone (@sistoney67) February 4, 2022
Það ætti ekki að koma á óvart að gestirnir hafi farið áfram þar sem Man United hefur aldrei unnið vítaspyrnukeppni í 151 árs sögu FA-bikarsins. Það vekur einnig athygli að mennirnir á bakvið jöfnunarmark Middlesbrough eru báðir fyrrum leikmenn Manchester United.
Duncan Watmore, sem lagði boltann fyrir sig með hendinni, lagði upp markið á Matt Crooks sem hefur stutt liðið alla tíð síðan hann var smá polli.
„Þetta var alveg óvart. Ég veit að boltinn snerti hendi mína en það var ekki ætlunin. Það var frábært að leggja upp á Crooksy. Við vorum hér saman á árum áður svo þetta er mjög sérstakt fyrir okkur báða,“ sagði Watmore í viðtali að leik loknum.
It was completely accidental - I know it touched my hand but it wasn t intended at all it s just amazing to set up Crooksy. We were in a United age group together here, so it s quite special for both of us. - Duncan Watmore
— ITV Football (@itvfootball) February 4, 2022
@GabrielClarke05
@EmiratesFACup | #Boro pic.twitter.com/J7wK8v2CJT
FA-bikarinn heldur áfram í dag og hver veit nema það verði fleiri óvænt úrslit á dagskrá.