Óvæntir markaskorarar er Liverpool gekk frá Brentford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Liverpool skoraði þrjú í dag.
Liverpool skoraði þrjú í dag. EPA-EFE/Chris Brunskill

Liverpool vann öruggan 3-0 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Nýliðunum tókst að halda heimamönnum í skefjum framan af leik á Anfield en undir lok fyrri hálfleiks kom Brasilíumaðurinn Fabinho heimamönnum yfir þegar hann skallaði hornspyrnu Trents Alexander-Arnold í netið, staðan 1-0 í hálfleik.

Liverpool var mun betri aðilinn í síðari hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka tvöfaldaði Alex Oxlade-Chamberlain forystuna. Aftur var um skallamark að ræða og aftur kom stoðsendingin frá bakverði, að þessu sinni frá Andrew Robertson.

Nokkrum mínútum síðar gerði varamaðurinn og afmælisbarnið Takumi Minamino út um leikinn með þriðja marki heimamanna eftir skemmtilegt samspil. Hann og Roberto Firmino tóku skemmtilegt þríhyrningsspil sem endaði með að Minamino lagði knöttinn snyrtilega í netið.

Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur á Anfield. Liverpool er komið upp fyrir Chelsea í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, 11 stigum minna en Manchester City sem trónir á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.