Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    „Manchester er heima“

    Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett lit sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann fjölda titla með.

    Enski boltinn

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    De Bru­yne kvaddur með stæl

    Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne lék í kvöld sinn síðasta heimaleik fyrir Manchester City. Það var því við hæfi að liðið sýndi sínar bestu hliðar þó De Bruyne sjálfur hafi klikkað á algjöru dauðafæri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Átti Hender­son að fá rautt spjald?

    Dean Henderson átti stórleik í marki Crystal Palace þegar liðið tryggði sér enska bikarinn í knattspyrnu í gær. Wayne Rooney segir að Henderson hefði átt að fá rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í leiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Æfingu morgun­dagsins er af­lýst“

    Oliver Glasner knattspyrnustjóri Crystal Palace er búinn að stimpla sig inn í sögubækur félagsins eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni í dag. Þetta er fyrsti stóri titill Crystal Palace í 164 ára sögu félagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Salah gagn­rýndi stuðnings­menn Liver­pool

    Mohamed Salah segir að liðsfélagi sinn Trent Alexander-Arnold hafi ekki átt það skilið að þurfa að hlusta á baul frá hluta stuðningsmanna Liverpool, þrátt fyrir ákvörðun sína um að yfirgefa félagið og semja við Real Madrid.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stefán Teitur á skeljarnar

    Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Preston North End er trúlofaður. Unnustan er Sæunn Rós Ríkharðsdóttir fyrrverandi fótboltakona. 

    Lífið