Eitt ríkasta íþróttafélag heims, Newcastle United, er í óðaönn að reyna festa kaup á leikmönnum til að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ekki veitir af en liðið datt út úr enska FA-bikarnum gegn Cambridge United um liðna helgi.
Wood mun aðeins kosta Newcastle litlar 20 milljónir sterlingspunda þar sem hann er með klásúlu í samningi sínum hjá Burnley sem gerir honum kleift að fara fyrir til annars félags fyrir þá upphæð.
Framherjinn á aðeins eftir að standast læknisskoðun en hann hefur nú þegar samið um kaup og kjör.
Newcastle will pay full release clause to Burnley for Chris Wood. Fee around £20m, personal terms already agreed. Deal to be announced this week. #NUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022
Newcastle could also sign another striker this winter if they find a good opportunity/talent.
Newcastle fékk hægri bakvörðinn Kieran Trippier frá Atlético Madríd nýverið en virðist ekki þurfa að leita jafn langt til að bæta í framlínu liðsins. Hinn þrítugi Wood er þekkt stærð í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hrellt miðverði deildarinnar frá árinu 2017 en hann hefur leikið á Englandi síðan árið 2009.
Þá gekk hann í raðir West Bromwich Albion. Þaðan var hann lánaður til Barnsley, Birmingham City, Bristol City, Millwall og Leicester City sem síðan keyptu hann. Þaðan fór hann á láni til Ipswich Town áður en Leeds United keypti hann árið 2015.
Nú virðist sem þessi mikli markahrókur sé á leið til Newcastle og á hann að hjálpa félaginu að halda sæti sínu í deildinni. Newcastle er í 19. og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum 19 leikjum.
Burnley er sæti ofar - og einnig í fallsæti - með jafn mörg stig en tvo leiki til góða. Aðeins eru þó tvö stig í Watford sem situr tveimur stigum fyrir ofan fallsætið.