Veður

Norð­austan­átt og élja­gangur um norðan- og austan­vert landið

Atli Ísleifsson skrifar
Frost á landinu verður á bilinu núll til átta stig í dag.
Frost á landinu verður á bilinu núll til átta stig í dag. Vísir/Tryggvi Páll

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, en talsvert hægari en í gær. Éljagangur verður um landið norðan- og austanvert, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði frost um mest allt land – núll til átta stig en frostlaust syðst.

„Á morgun, gamlársdag er útlit fyrir fremur hæga austlæga átt með minniháttar éljum, en áfram léttskýjað sunnan- og vestantil. Vindur fer vaxandi um landið sunnan- og vestanvert um kvöldið og einnig þykknar upp við suðurströndina.

Dregur úr frosti en búast má við töluverðri vindkælingu sunnan- og vestantil og vissara að klæða sig vel. Fyrir norðan og austan verður vindur mjög hægur og þar mun frostið ekki bíta eins illilega og þar sem vinds gætir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag (gamlársdagur): Austan 3-8 m/s, en 10-15 syðst á landinu. Víða þurrt og bjart veður, en stöku él með S- ströndinni. Hiti frá frostmarki syðst, niður í 12 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag (nýársdagur): Norðaustan hvassviðri eða stormur. Snjókoma á köflum við SA-ströndina, dálítil él N- og A-lands, en annars þurrt að kalla. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst.

Á sunnudag: Norðlæg átt, 5-15, hvassast austast. Dálítil él fyrir norðan og austan, en bjartviðri SV-lands. Talsvert frost um land allt.

Á mánudag: Norðan 5-13. Él á N- og A-verðu landinu, en bjart með köflum syðra. Áfram fremur kalt í veðri.

Á þriðjudag: Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp vestantil seinnipartinn, en hægari og þurrt fyrir norðan og austan. minnkandi frost um kvöldið.

Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri með rigningu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Lengst af þurrt NA-til.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.