Enski boltinn

Enn ein frestunin í ensku úr­vals­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu ekki mæta Everton þann 26. desember.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu ekki mæta Everton þann 26. desember. Daniel Chesterton/Getty Images

Leik Burnley og Everton í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að fara fram annan í jólum en nú er óvíst hvenær hann verður spilaður. Ástæðan er sú að fjöldi leikmanna Everton er með kórónuveiruna.

Rafael Benítez, þjálfari Everton, sagði á blaðamannafundi liðsins í gær að aðeins níu leikmenn aðalliðs félagsins væru leikfærir vegna fjölda smita og meiðsla. Hann furðaði sig á að leik liðsins hefði ekki verið frestað en fékk ósk sína uppfyllta í dag.

Nú hefur þremur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem fram áttu að fara annan í jólum verið frestað og verða þeir möguleika fleiri. Þá hefur fjölda leikja í neðri deildum Englands einnig verið frestað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×