Enski boltinn

Kórónuveiran hefur frestað leikjum 16 liða í ensku úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, spyr sig hvort að það sé sanngjarnt að sumum leikjum sé frestað vegna kórónuveirunnar, en ekki öðrum.
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, spyr sig hvort að það sé sanngjarnt að sumum leikjum sé frestað vegna kórónuveirunnar, en ekki öðrum. Serena Taylor/Getty Images

Alls hefur kórónuveiran haft áhrif á leikjaniðurröðun 16 liða í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili, en á seinustu dögum hefur alls 12 leikjum verið frestað.

Einungis fjögur lið hafa getað leikið alla sína leiki án þess að kórónuveiran skerist í leikinn. Liðin fjögur eru toppbaráttuliðin Manchester City, Chelsea og Arsenal, ásamt fallbaráttuliðinu Newcastle.

Nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, Eddie Howe, spyr sig hvort að það sé anngjarnt að sum lið haldi ótrauð áfram á meðan að leikjaálag safnast upp hjá öðrum liðum.

„Ég hef alltaf sagt að ég vilji spila. Ég hef hins vegar bent á að það sé deildinni til framdráttar að öll liðin spili á sömu forsendum.“

„Ég set spurningamerki við það hvort að þetta hafi verið sanngjarnt fyrir alla,“ sagði Howe.

„Ef lið eiga uppsafnaða leiki sem verða færðir og spilaðir í fevrúar eða mars, þá græða þau lið á því að vera með nýja leikmenn í þeim leikjum, en ekki við,“ sagði Howe að lokum og átti þá við þá leikmenn sem bætast við liðin í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×