Veður

Yfir­gnæfandi líkur á rauðum jólum suð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Nánast engin úrkoma er í spám fyrir suðvestur- og vesturland næstu daga.
Nánast engin úrkoma er í spám fyrir suðvestur- og vesturland næstu daga. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og dálitlum éljum við norður- og austurströndina í dag. Annars staðar verður víða léttskýjað og frost núll til tíu stig þar sem kaldast verður í innsveitum á Norðausturlandi, en frostlaust syðst.

Spáð er svipuðu veðri á morgun. Nánast engin úrkoma er í spám fyrir suðvestur- og vesturland næstu daga og eru því líkurnar yfirgnæfandi að jólin verði rauð á þeim slóðum. 

Annars staðar verður einhver minniháttar éljagangur en hvort hann dugi til að hylja landið hvítu teppi er alls óvíst.

„Reglan um hvort jól séu hvít eða rauð fyrir Reykjavík er gerð kl. 9 á jóladagsmorgun og er þá metið hvort jörð sé auð, flekkótt eða hvít,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (Þorláksmessa): Austlæg átt, 5-10 m/s, en 10-15 syðst. Dálítil él við SA og A-ströndina, en annars bjart með köflum. Víða vægt frost.

Á föstudag (aðfangadagur jóla): Austanátt, allhvöss og dálítil él syðst, en annars mun hægari breytileg átt, bjart með köflum og herðir frost.

Á laugardag (jóladagur) og sunnudag (annar í jólum): Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él, en úrkomulaust að kalla SV-lands og fremur kalt í veðri.

Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt, úrkomulítið og talsvert frost, en mildara vestast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.