Erlent

Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Tenniskonan Peng Shuai segist vera frjáls ferða sinna í nýju myndbandi en aðilmum utan Kína hefur ekki tekist að ná sambandi við hana í margar vikur.
Tenniskonan Peng Shuai segist vera frjáls ferða sinna í nýju myndbandi en aðilmum utan Kína hefur ekki tekist að ná sambandi við hana í margar vikur. AP/Andy Brownbill

Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun.

Myndbandið á að hafa verið tekið upp í gærkvöldi og í því segist Peng hafa verið heima að undanförnu og að hún sé frjáls ferða sinna. Hún staðhæfir einnig að hún hafi aldrei sagt að á henni hefði verið brotið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

Í myndbandinu segir Peng að mögulega hafi fólk misskilið hana.

Hvarf eftir birtingu færslu

Blaðamaðurinn sem tók viðtal við hana spurði hana ekki nánar út í langa samfélagsmiðlafærslu sem birtist á Weibo-síðu hennar í nóvember. Þar sakaði Peng Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína.

Peng sjálf virtist hverfa og sást ekki um nokkurn tíma.

Hún sást svo á myndum ræða við forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar í myndsímtali en vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Kína í febrúar. Forsvarsmennirnir voru þó harðlega gagnrýndir fyrir að opinbera ekkert um samtalið og það hvernig því var komið á og hvort það var í gegnum kínverska ríkið, því engum öðrum hefði tekist að ná sambandi við hana.

Alþjóðatennissamband kvenna, WTA, aflýsti í kjölfarið öllum mótum í Kína.

Tekið á kynningarviðburði fyrir ólympíuleikanna

Lianhe Zaobao segir að viðtalið við Peng hafi verið tekið á kynningarviðburði fyrir vetrarólympíuleikana. Á því má einnig sjá körfuboltamanninn Yao Ming og aðra kínverska íþróttamenn.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, tjáði sig um myndbandið á Twitter og sagði það eingöngu auka áhyggjur hans af stöðu hennar.

Peng er einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið.

Sjá einnig: MeToo mætt af hörku í Kína

Talsmaður WTA sagði New York Times að sambandinu hefði enn ekki náð sambandi við Peng og krefjast þau þess enn að ásakanir hennar verði rannsakaðar.


Tengdar fréttir

Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir

Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku.

Áttu hálf­tíma langt sím­tal við Peng Shuai

For­svars­menn Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar ræddu við kín­versku tennis­konuna Peng Shuai í gegn um mynd­bands­sím­tal í hálf­tíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kín­verska sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo þar sem hún sakaði Z­hang Gaoli, fyrr­verandi vara­for­seta Kína, um að hafa nauðgað sér.

Segja Peng Shuai hafa verið á tennis­móti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar

Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×