Erlent

Áttu hálf­tíma langt sím­tal við Peng Shuai

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Svo virðist sem allt sé í lagi með Peng Shuai.
Svo virðist sem allt sé í lagi með Peng Shuai. getty/xin li

For­svars­menn Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar ræddu við kín­versku tennis­konuna Peng Shuai í gegn um mynd­bands­sím­tal í hálf­tíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kín­verska sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo þar sem hún sakaði Z­hang Gaoli, fyrr­verandi vara­for­seta Kína, um að hafa nauðgað sér.

Í yfir­lýsingu frá nefndinni í dag segir að Shuai hafi rætt við Thomas Bach, for­seta nefndarinnar, og nokkra stjórnar­menn hennar í um hálf­tíma í dag.

„Henni sagðist líða vel og að hún væri örugg á heimili sínu í Peking en að hún vilji að hennar einka­líf verði virt á þessum tíma­punkti,“ segir í yfir­lýsingunni.

„Þess vegna vill hún vera með vinum sínum og fjöl­skyldu ein­mitt núna. Hún mun samt sem áður halda á­fram í tennis, greininni sem hún elskar svo mikið.“

Óttuðust um Shuai

Margir hafa haft gríðar­legar á­hyggjur af Shuai frá því að hún birti færsluna en henni var eytt út af kín­verska sam­fé­lags­miðlinum, sem er rit­skoðaður af kín­verska ríkinu. Öllum upp­lýsingum um hana var síðan eytt af inter­netinu í kjöl­farið.

Al­þjóða­tennis­sam­bandið og á­hrifa­fólk um heim allan hefur þrýst á Kín­verja að bregðast við á­sökunum Shuai og koma með hald­bærar sannanir um að hún sé örugg. Sam­bandið gekk svo langt að hóta því að draga sig úr öllum keppnum sem haldnar væru á kín­verskri grundu ef ekkert heyrðist frá Shuai.

Það var svo í dag að Al­þjóða­ólympíu­sam­bandið fékk loks að heyra frá Shuai, sem leið vel að eigin sögn.

„Mér var mjög létt að sjá að það væri í lagi með Peng Shuai, en það var okkar aðal­á­hyggju­efni að svo væri ekki,“ er haft eftir einum stjórnar­manni nefndarinnar í yfir­lýsingunni.


Tengdar fréttir

Krefjast svara um Peng Shuai

Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×