MeToo mætt af hörku í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 22:00 Hvarf Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi forsætisráðherra Kína um naðugun vakti mikla athygli á heimsvísu. Fleiri konur hafa orðið fyrir barðinu á kínverska ríkinu að undanförnu. AP/Andy Wong Yfirvöld í Kína hafa mætt MeToo hreyfingunni af hörku. Þegar tennisstjarnan Peng Shuai sakaði einn af valdamestu mönnum Kommúnistaflokks Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, og hvarf í kjölfarið, vakti það gífurlega athygli á heimsvísu. Peng er þó einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Þegar Huang Xueqin lýsti yfir stuðningi við konu sem hafði sakað prófessor um að brjóta af sér í september var hún til að mynda handtekin. Wang Jianbing, sem hefur hjálpað konum að tilkynna kynferðislega áreitni var handtekin með Huang en hvorug konan hefur sést síðan. Fjölmargir kínverskir aðgerðasinnar hafa verið útilokaðir sem útsendarar erlendra ríkja og þannig eru þeir gerðir að andstæðingum Kína. AP fréttaveitan segir aðgerðir yfirvalda í Kína að mestu hafa beinst að óþekktum aðgerðasinnum sem hafi unnið með jaðarsettum hópum. Svo virðist þó sem harkan hafi aukist. Hafa ekki sést frá því í september Amnesty International sagði frá því fyrr í mánuðinum að Huang og Wang hefðu verið ákærðar fyrir að grafa undan kínverska ríkinu og kallaði eftir því að þeim yrði sleppt úr haldi. Huang hafði áður verið handtekin vegna MeToo aktívisma hennar. Fyrst í október 2019 og svo í janúar 2020. Amnesty sagði að báðum konunum hafi verið meinaður aðgangur að lögmönnum og þeim hafi ekki verið leyft að hitta fjölskyldumeðlimi sína. Þar að auki hafi vinir þeirra verið kallaðir til yfirheyrslna, leitað hafi verið í húsnæði þeirra og símtæki þeirra gerð upptæk. Þar að auki hefur fjölmörgum aðgerðasinnum verið meinaður aðgangur að samfélagsmiðlum í Kína. AP segir að ákærum um að grafa undan kínverska ríkinu sé reglulega beitt gegn andófsfólki í Kína. Það sama megi segja um það að meina slíku fólki aðgang að lögmönnum og koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi. Skömmu eftir að Peng Shuai sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Þegar umræða um Peng komst í hámæli á heimsvísu voru skrifaðar greinar í ríkismiðlum Kína um að hún væri ekki fangi og nú um helgina ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í um hálftíma. Sjá einnig: Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Þetta símtal fór fram eftir að ráðamenn víða um heim lýstu því yfir að til greina kæmi að sniðganga vetrarólympíuleikana í Kína í vetur og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðatennissambandið og aðrir kölluðu eftir upplýsingum um Peng og hvarf hennar. Ólympíunefndin sökuð um dómgreindarleysi Símtalið hefur þó ekki stöðvað vangaveltur um og áhyggjur af stöðu Peng. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið sökuð blekkingar og að ganga erinda ráðamanna í Kína. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segja Alþjóðaólympíunefndina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi varðandi mál Peng og hafa tekið virkan þátt í brotum kínverskra yfirvalda á henni. Sophie Richardson, yfirmaður málefna HRW í Kína, sagði á blaðamannafundi í gær að nefndin virtist einungis hafa hag Ólympíuleikanna í húfi en ekki hag íþróttamanna, samkvæmt frétt Reuters. Hún gagnrýndi Thomas Bach, formann nefndarinnar, meðal annars fyrir að segja ekki hvort hann hafi spurt Peng að því hvort hún hefði aðgang að lögmanni eða ekki. HRW sagði líka að það væru nánast engar líkur á því að Alþjóðaólympíunefndin hefði náð sambandi við Peng, án þess að fara í gegnum yfirvöld í Kína. Hóf MeToo-hreyfingu Kína og stendur nú frammi fyrir hótunum Mál Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, hefur verið talið upphaf MeToo-hreyfingarinnar í Kína en það var fellt niður í september. Kínverskir embættismenn hafa meinað henni aðgang að samfélagsmiðlum að því leyti að hún getur ekki birt færslur þar lengur. Hún getur þó fengið skilaboð og fær þau reglulega frá fólki sem gagnrýnir hana harðlega og hótar henni. Þegar hún fór í dómshús í september, vegna einkamáls hennar gegn sjónvarpsmanninum, öskraði hópur manna á hana og reyndi að koma í veg fyrir að hún gæti rætt við blaðamenn. Lögregluþjónar stóðu þar nærri en gerðu enga tilraun til að stöðva mennina. Seinna það kvöld sagði hún menn hafa elt sig heim á tveimur bílum og að þeir hafi beðið fyrir utan heimili hennar í um hálftíma áður en þeir fóru. Kína Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking MeToo Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Peng er þó einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið. Þegar Huang Xueqin lýsti yfir stuðningi við konu sem hafði sakað prófessor um að brjóta af sér í september var hún til að mynda handtekin. Wang Jianbing, sem hefur hjálpað konum að tilkynna kynferðislega áreitni var handtekin með Huang en hvorug konan hefur sést síðan. Fjölmargir kínverskir aðgerðasinnar hafa verið útilokaðir sem útsendarar erlendra ríkja og þannig eru þeir gerðir að andstæðingum Kína. AP fréttaveitan segir aðgerðir yfirvalda í Kína að mestu hafa beinst að óþekktum aðgerðasinnum sem hafi unnið með jaðarsettum hópum. Svo virðist þó sem harkan hafi aukist. Hafa ekki sést frá því í september Amnesty International sagði frá því fyrr í mánuðinum að Huang og Wang hefðu verið ákærðar fyrir að grafa undan kínverska ríkinu og kallaði eftir því að þeim yrði sleppt úr haldi. Huang hafði áður verið handtekin vegna MeToo aktívisma hennar. Fyrst í október 2019 og svo í janúar 2020. Amnesty sagði að báðum konunum hafi verið meinaður aðgangur að lögmönnum og þeim hafi ekki verið leyft að hitta fjölskyldumeðlimi sína. Þar að auki hafi vinir þeirra verið kallaðir til yfirheyrslna, leitað hafi verið í húsnæði þeirra og símtæki þeirra gerð upptæk. Þar að auki hefur fjölmörgum aðgerðasinnum verið meinaður aðgangur að samfélagsmiðlum í Kína. AP segir að ákærum um að grafa undan kínverska ríkinu sé reglulega beitt gegn andófsfólki í Kína. Það sama megi segja um það að meina slíku fólki aðgang að lögmönnum og koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi. Skömmu eftir að Peng Shuai sakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína. Þegar umræða um Peng komst í hámæli á heimsvísu voru skrifaðar greinar í ríkismiðlum Kína um að hún væri ekki fangi og nú um helgina ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í um hálftíma. Sjá einnig: Áttu hálftíma langt símtal við Peng Shuai Þetta símtal fór fram eftir að ráðamenn víða um heim lýstu því yfir að til greina kæmi að sniðganga vetrarólympíuleikana í Kína í vetur og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðatennissambandið og aðrir kölluðu eftir upplýsingum um Peng og hvarf hennar. Ólympíunefndin sökuð um dómgreindarleysi Símtalið hefur þó ekki stöðvað vangaveltur um og áhyggjur af stöðu Peng. Alþjóðaólympíunefndin hefur verið sökuð blekkingar og að ganga erinda ráðamanna í Kína. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segja Alþjóðaólympíunefndina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi varðandi mál Peng og hafa tekið virkan þátt í brotum kínverskra yfirvalda á henni. Sophie Richardson, yfirmaður málefna HRW í Kína, sagði á blaðamannafundi í gær að nefndin virtist einungis hafa hag Ólympíuleikanna í húfi en ekki hag íþróttamanna, samkvæmt frétt Reuters. Hún gagnrýndi Thomas Bach, formann nefndarinnar, meðal annars fyrir að segja ekki hvort hann hafi spurt Peng að því hvort hún hefði aðgang að lögmanni eða ekki. HRW sagði líka að það væru nánast engar líkur á því að Alþjóðaólympíunefndin hefði náð sambandi við Peng, án þess að fara í gegnum yfirvöld í Kína. Hóf MeToo-hreyfingu Kína og stendur nú frammi fyrir hótunum Mál Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, hefur verið talið upphaf MeToo-hreyfingarinnar í Kína en það var fellt niður í september. Kínverskir embættismenn hafa meinað henni aðgang að samfélagsmiðlum að því leyti að hún getur ekki birt færslur þar lengur. Hún getur þó fengið skilaboð og fær þau reglulega frá fólki sem gagnrýnir hana harðlega og hótar henni. Þegar hún fór í dómshús í september, vegna einkamáls hennar gegn sjónvarpsmanninum, öskraði hópur manna á hana og reyndi að koma í veg fyrir að hún gæti rætt við blaðamenn. Lögregluþjónar stóðu þar nærri en gerðu enga tilraun til að stöðva mennina. Seinna það kvöld sagði hún menn hafa elt sig heim á tveimur bílum og að þeir hafi beðið fyrir utan heimili hennar í um hálftíma áður en þeir fóru.
Kína Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking MeToo Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira