Erlent

Sau­tján ára fangelsi fyrir að bana unnusta móður sinnar í Tor­revi­eja

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Guðmundur Freyr var sakfelldur fyrir að hafa stungið sambýlismann móður sinnar endurtekið með þeim afleiðingum að hann lést.
Guðmundur Freyr var sakfelldur fyrir að hafa stungið sambýlismann móður sinnar endurtekið með þeim afleiðingum að hann lést. Lögreglan á Alicante

Íslenskur karlmaður, Guðmundur Freyr Magnússon, var í síðustu viku dæmdur í sautján ára fangelsi á Spáni fyrir að verða 66 ára unnusta móður sinnar að bana á heimili þeirra í Torrevieja á Spáni í janúar á síðasta ári.

Frá þessu greindi spænski miðillinn Informacion á dögunum. DV fjallar um málið og þar segir að auk fangelsisdómsins þurfi Guðmundur að greiða aðstandendum hins myrta 100 þúsund evrur, um fimmtán milljónir króna, í skaðabætur.

Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma viðurkenndi Guðmundur sök þegar málið var tekið fyrir og er það virt honum til refsilækkunar. Einnig virðir dómarinn Guðmundi það til refsilækkunar að hann hafi verið í sturlunarástandi sökum mikillar fíkniefnaneyslu.

Dómarinn sakar Guðmund þó að sögn DV um mikla grimmd að hafa valdið fórnarlambi sínu óþarfa þjáningu með því að stinga hann margsinnis með hnífi og skilja hann svo eftir á lífi. Á endanum blæddi manninum út.


Tengdar fréttir

Viður­kenndi að hafa stungið sam­býlis­mann móður sinnar í­trekað

Guðmundur Freyr Magnússon viðurkenndi að hann hefði orðið íslenskum sambýlismanni móður sinnar að bana með því að stinga hann ítrekað í Torrevieja á Spáni þegar mál hans var tekið fyrir dóm í Elche í síðustu viku. Bar hann við fíknivanda og geðrænum vandamálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×