Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 17:26 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kíktí á bólusetningarmiðstöð í Lundúnum í dag en aukinn kraftur hefur verið settur í örvunarbólusetningar í Bretlandi vegna útbreiðslu veirunnar. Vísir/Getty Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01
WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent