Bretar hyggjast bólusetja milljón á dag til að koma í veg fyrir ómíkron-bylgju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 06:47 Tímabókunum innan heilbrigðisþjónustunnar verður frestað í desember en Johnson sagði það betra en að þurfa að grípa til stórfelldra afbókana eftir áramót vegna óheftrar ómíkron-bylgju. epa/Neil Hall Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira