Bretar hyggjast bólusetja milljón á dag til að koma í veg fyrir ómíkron-bylgju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 06:47 Tímabókunum innan heilbrigðisþjónustunnar verður frestað í desember en Johnson sagði það betra en að þurfa að grípa til stórfelldra afbókana eftir áramót vegna óheftrar ómíkron-bylgju. epa/Neil Hall Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira