Veður

Stöku él og um frost­mark suð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Vetur í Reykjavík.
Vetur í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Reikna má með suðlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda og björtu með köflum á norðan- og austanverðu landinu. Frost verður víða á bilinu núll til tólf stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að suðvestan- og vestantil á landinu verði hins vegar stöku él og hiti í kringum frostmark, og þar gangi í suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu seinnipartinn með skúrum eða éljum.

„Seint í kvöld fer að snjóa á Austurlandi.

Austlæg átt 5-13 m/s á morgun og úrkoma með köflum í flestum landshlutum, og verður hún ýmist snjókoma, slydda eða rigning. Hiti nálægt frostmarki.“

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, einkum S-lands. Hiti um og yfir frostmarki, en vægt frost inn til landsins.

Á föstudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og dálítil rigning eða snjókoma á víð og dreif, en þurrt að kalla S-til. Frost 0 til 9 stig, en frostlaust við A-ströndina. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið.

Á laugardag: Suðaustan og austan 15-23 og rigning eða slydda, en úrkomulítið á N-landi. Talsverð úrkoma um landið SA-vert. Hiti 1 til 7 stig. Dregur úr vindi um kvöldið.

Á sunnudag og mánudag: Suðlæg átt og skúrir eða slydduél, en þurrt á NA- og A-landi. Kólnar heldur.

Á þriðjudag: Suðvestanátt og rigning eða snjókoma með köflum. Hiti 0 til 5 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×