Enski boltinn

Carrick svekktur með jafnteflið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Carrick á hliðarlínunni í dag.
Carrick á hliðarlínunni í dag. vísir/Getty

Michael Carrick stýrði Man Utd í fyrsta, og líklega í síðasta skiptið, í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge.

Chelsea var miklu meira með boltann í leiknum en Man Utd náði forystunni í upphafi síðari hálfleiks áður en Jorginho jafnaði metin úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Ég er vonsvikinn. Þegar maður nær forystu í svona leik og hún er tekin af manni er það svekkjandi. Ég er stoltur af leikmönnunum og öllum hópnum síðustu vikuna. Þetta hefur verið erfitt og við höfum gert það besta úr stöðunni.“

„Við komum hingað til að vinna leikinn svo ég er svekktur. Mér fannst þetta alls ekki vítaspyrna,“ sagði Carrick.

„Þeir áttu mörg skot og David (De Gea) þurfti að verja tvisvar. Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum að fá eina eða tvær vörslur frá honum. Að öðru leyti leið mér nokkuð þægilega í leiknum. Að sjálfsögðu viljum við verða betri en við vörðumst vel,“ sagði Carrick og bætti því við að endingu að fréttir af yfirvofandi ráðningu Ralf Rangnick hafi ekki truflað sig neitt í aðdraganda leiksins.


Tengdar fréttir

Chelsea og Man Utd skildu jöfn á Brúnni

Manchester United heimsótti Chelsea í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og líklega í síðasta sinn sem liðið leikur undir stjórn Michael Carrick.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.