Chelsea og Man Utd skildu jöfn á Brúnni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jadon Sancho með tvö mörk í tveimur leikjum undir stjórn Carrick.
Jadon Sancho með tvö mörk í tveimur leikjum undir stjórn Carrick. vísir/Getty

Manchester United heimsótti Chelsea í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og líklega í síðasta sinn sem liðið leikur undir stjórn Michael Carrick.

Byrjunarlið beggja liða vakti töluverða athygli en þá kannski helst að Cristiano Ronaldo hóf leik á varamannabekk Manchester United.

Chelsea hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fengu raunar algjört dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins en Callum Hudson-Odoi fór illa að ráði sínu og lét David De Gea verja frá sér. 

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik fóru hlutirnir að gerast.

Chelsea var mun meira með boltann í leiknum og fengu fjölmargar hornspyrnur en eftir eina slíka gerði Jorginho sig sekan um slæm mistök sem hleypti Man Utd í skyndisókn sem lauk með því að Jadon Sancho skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið og staðan orðin 0-1 fyrir Man Utd eftir fimmtíu mínútna leik. 

Eftir sjötíu mínútna leik fengu heimamenn vítaspyrnu og fékk Jorginho þá tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Það nýtti hann og jafnaði metin fyrir Chelsea.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Chelsea áfram á toppi deildarinnar en Man Utd í 8.sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.