Krefjast svara um Peng Shuai Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 19:21 Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu. Ekkert hefur spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai frá því hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þann 2. nóvember, þar sem hún kvað Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta landsins, hafa nauðgað sér. Gaoli var varaforseti Kína frá árinu 2013 til 2018. Stjórnvöld eyddu hins vegar færslu Shuai og það sem meira er – öllum upplýsingum um Shuai var eytt af internetinu, en Shuai er goðsögn í Kína fyrir árangur sinn í íþróttinni. Þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá áhrifafólki um allan heim og tennisfólki á borð við Serenu Williams og Naomi Osaka, sem hafa birt færslur undir myllumerkinu #Hvar er Peng Shuai, þegja stjórnvöld þunnu hljóði um afdrif tenniskonunnar. Þann 14. nóvember, eða tæpum tveimur vikum eftir hvarf Shuai, sendi alþjóðlega tennissamband kvenna frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að ásakanirnar yrðu rannsakaðar.Það var síðan á blaðamannafundi í gær sem stjórnvöldum var stillt upp við vegg og krafin svara um málið. Svörin reyndust hins vegar afar takmörkuð; stjórnvöld sögðust ekkert kannast við málið. Ríkismiðill Kínverja birti síðan í gær bréf sem sagt er vera frá Peng Shuai sjálfri, þar sem hún kveðst vera óhult og heima að hvíla sig. Tennissambandið birti þá aðra yfirlýsingu þar sem það dró sannleiksgildi bréfsins í efa og sagðist ætla að draga sig úr öllum mótum í Kína, komi ekki fram haldbærar sannanir um að Shuai sé örugg og að kínversk stjórnvöld bregðist við þessum ásökunum. Að öðru leyti hefur ekkert heyrst frá Peng Shaui og spurningunni um hvar hún er, er því enn ósvarað. Tennis Kína Tengdar fréttir Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Ekkert hefur spurst til kínversku tenniskonunnar Peng Shuai frá því hún birti færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þann 2. nóvember, þar sem hún kvað Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta landsins, hafa nauðgað sér. Gaoli var varaforseti Kína frá árinu 2013 til 2018. Stjórnvöld eyddu hins vegar færslu Shuai og það sem meira er – öllum upplýsingum um Shuai var eytt af internetinu, en Shuai er goðsögn í Kína fyrir árangur sinn í íþróttinni. Þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá áhrifafólki um allan heim og tennisfólki á borð við Serenu Williams og Naomi Osaka, sem hafa birt færslur undir myllumerkinu #Hvar er Peng Shuai, þegja stjórnvöld þunnu hljóði um afdrif tenniskonunnar. Þann 14. nóvember, eða tæpum tveimur vikum eftir hvarf Shuai, sendi alþjóðlega tennissamband kvenna frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að ásakanirnar yrðu rannsakaðar.Það var síðan á blaðamannafundi í gær sem stjórnvöldum var stillt upp við vegg og krafin svara um málið. Svörin reyndust hins vegar afar takmörkuð; stjórnvöld sögðust ekkert kannast við málið. Ríkismiðill Kínverja birti síðan í gær bréf sem sagt er vera frá Peng Shuai sjálfri, þar sem hún kveðst vera óhult og heima að hvíla sig. Tennissambandið birti þá aðra yfirlýsingu þar sem það dró sannleiksgildi bréfsins í efa og sagðist ætla að draga sig úr öllum mótum í Kína, komi ekki fram haldbærar sannanir um að Shuai sé örugg og að kínversk stjórnvöld bregðist við þessum ásökunum. Að öðru leyti hefur ekkert heyrst frá Peng Shaui og spurningunni um hvar hún er, er því enn ósvarað.
Tennis Kína Tengdar fréttir Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30 Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31 Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Serena vonast til að týnda tenniskonan finnist heil á húfi Serena Williams segir að rannsaka þurfi mál kínversku tenniskonunnar Peng Shuai ofan í kjölinn. Ekkert hefur til hennar spurst síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi. 19. nóvember 2021 12:30
Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. 18. nóvember 2021 11:31
Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. 17. nóvember 2021 15:00