Enski boltinn

Kominn með nýtt starf aðeins viku eftir að hafa verið rekinn frá Aston Villa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dean Smith var ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir brottreksturinn frá Aston Villa.
Dean Smith var ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir brottreksturinn frá Aston Villa. getty/Robin Jones

Dean Smith hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Norwich City.

Smith var rekinn frá Aston Villa sunnudaginn 7. nóvember eftir fimm tapleiki í röð. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf í ensku úrvalsdeildinni.

Smith tekur við Norwich af Daniel Farke sem var rekinn sömu helgi og Smith. Farke var látinn fara eftir fyrsta sigur Norwich á tímabilinu. Liðið er með fimm stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Hinn fimmtugi Smith stýrir Norwich í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Southampton á laugardaginn. Síðasti leikur Smiths með Villa var einmitt gegn Southampton.

Áður en Smith stýrði Villa var hann knattspyrnustjóri Wallsall og Brentford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×