Erlent

Fleiri látnir í tengslum við tón­listar­há­tíð Tra­vis Scott

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla rannsakar nú aðdraganda slyssins.
Lögregla rannsakar nú aðdraganda slyssins. Getty/Bell

Tuttugu og tveggja ára gamall háskólanemi lést af sárum sínum í gærkvöldi eftir að hafa slasast lífshættulega á tónlistarhátíðinni Astroworld í Bandaríkjunum. Níu hafa nú látist í tengslum við hátíðina.

Hundruðir slösuðust eftir opnunarkvöld Astroworld, sem er tónlistarhátíð rapparans Travis Scott. Hátíðin fór fram í Houston í Bandaríkjunum í síðustu viku. Níu ára strákur er meðal slasaðra, en honum er haldið sofandi í öndunarvél.

Um fimmtíu þúsund manns voru staddir á tónleikunum og virðist hópurinn hafa farið að færa sig nær sviðinu. Ofsahræðsla greip um sig og urðu fjölmargir undir í kjölfarið. Lögregla rannsakar nú hvað fór úrskeiðis, en talið er að alltof margir hafi verið á tónleikunum eftir að fjöldi fólks braut sér leið inn á svæðið. AP News greinir frá.


Tengdar fréttir

Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana

Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára.

Birta nöfn þeirra sem létust á tón­leikum Tra­vis Scott

Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×