Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 23:37 Scott er hér á tónleikunum örlagaríku um helgina, þar sem átta létu lífið. Rick Kern/Getty Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00