Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:47 Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana að mati slökkviliðsstjórans í Houston. AP/AMY HARRIS Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára. „Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
„Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39
Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00