Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 20:39 Fólk leggur hér blóm á minnisvarða um þau sem létust á tónleikunum. AP/Robert Bumsted Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. Sá yngsti í hópi hinna látnu var hinn 14 ára John Hilgert. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Hilgert nýnemi í gagnfræðaskóla í Houston. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Hilgert mætt snemma á tónleikana til þess að taka frá stað framarlega á tónleikunum fyrir sig og vini sína. Næstyngst hinna látnu var Brianna Rodriguez, 16 ára. Hún var sömuleiðis í gagnfræðaskóla í Texas. Í kjölfar andláts hennar kom fjölskylda hennar á fót söfnunarsíðu fyrir útför hennar. Markið var sett á 30.000 dollara, eða um 3,9 milljónir. Þegar þetta er skrifað hefur safnast rúmlega tvöföld sú upphæð. Tveir hinna látnu voru frá bænum Naperville í Illinois. Það voru þeir Jacob Jurinek, sem var tvítugur, og Franco Patiño, 21 árs. Sá fimmti sem lést var einnig 21 árs og hét Axel Acosta. Hann var frá smábænum Tieton í Washington-ríki. Fjölskylda Acosta er í hópi þeirra sem hefur höfðað mál á hendur rapparanum Scott og skipuleggjendum tónleikanna vegna þess sem gerðist. Laganeminn Rudy Peña lést einnig á tónleikunum. Hann var frá Laredo í Texas og var 23 ára. Þar var námskonan Madison Dubiski frá Cypress í Texas einnig. Hún var á tónleikunum með bróður sínum, en þau urðu viðskila í mannhafinu. Elstur þeirra sem lést var hinn 27 ára gamli Danish Baig. BBC hefur eftir bróður hans að Baig hafi látist þegar hann reyndi að forða eiginkonu sinni frá því að verða undir í troðningnum sem myndaðist á tónleikunum. Líkt og áður sagði slösuðust hundruð manna á tónleikunum. Þeirra á meðal er níu ára drengur sem haldið er sofandi á gjörgæslu vegna alvarlegs heilaskaða sem hann beið. Kallað eftir óháðri rannsókn AP-fréttaveitan greinir frá því að sérfræðingar vestanhafs kalli nú eftir því að sjálfstæð rannsókn á tildrögum mannfallsins á tónleikunum verði gerð. Það er, að lögreglan í Houston muni ekki fara með rannsókn málsins. Ástæðan er sú að lögreglan í Houston hafði það hlutverk að gæta að öryggi tónleikagesta. Því kunni lögregludeildin í raun að vera að rannsaka sjálfa sig, ráðist hún í rannsókn á því sem átti sér stað á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Sá yngsti í hópi hinna látnu var hinn 14 ára John Hilgert. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Hilgert nýnemi í gagnfræðaskóla í Houston. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Hilgert mætt snemma á tónleikana til þess að taka frá stað framarlega á tónleikunum fyrir sig og vini sína. Næstyngst hinna látnu var Brianna Rodriguez, 16 ára. Hún var sömuleiðis í gagnfræðaskóla í Texas. Í kjölfar andláts hennar kom fjölskylda hennar á fót söfnunarsíðu fyrir útför hennar. Markið var sett á 30.000 dollara, eða um 3,9 milljónir. Þegar þetta er skrifað hefur safnast rúmlega tvöföld sú upphæð. Tveir hinna látnu voru frá bænum Naperville í Illinois. Það voru þeir Jacob Jurinek, sem var tvítugur, og Franco Patiño, 21 árs. Sá fimmti sem lést var einnig 21 árs og hét Axel Acosta. Hann var frá smábænum Tieton í Washington-ríki. Fjölskylda Acosta er í hópi þeirra sem hefur höfðað mál á hendur rapparanum Scott og skipuleggjendum tónleikanna vegna þess sem gerðist. Laganeminn Rudy Peña lést einnig á tónleikunum. Hann var frá Laredo í Texas og var 23 ára. Þar var námskonan Madison Dubiski frá Cypress í Texas einnig. Hún var á tónleikunum með bróður sínum, en þau urðu viðskila í mannhafinu. Elstur þeirra sem lést var hinn 27 ára gamli Danish Baig. BBC hefur eftir bróður hans að Baig hafi látist þegar hann reyndi að forða eiginkonu sinni frá því að verða undir í troðningnum sem myndaðist á tónleikunum. Líkt og áður sagði slösuðust hundruð manna á tónleikunum. Þeirra á meðal er níu ára drengur sem haldið er sofandi á gjörgæslu vegna alvarlegs heilaskaða sem hann beið. Kallað eftir óháðri rannsókn AP-fréttaveitan greinir frá því að sérfræðingar vestanhafs kalli nú eftir því að sjálfstæð rannsókn á tildrögum mannfallsins á tónleikunum verði gerð. Það er, að lögreglan í Houston muni ekki fara með rannsókn málsins. Ástæðan er sú að lögreglan í Houston hafði það hlutverk að gæta að öryggi tónleikagesta. Því kunni lögregludeildin í raun að vera að rannsaka sjálfa sig, ráðist hún í rannsókn á því sem átti sér stað á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00