Erlent

Löfven stígur úr stóli í byrjun viku

Þorgils Jónsson skrifar
Magdalena Andersson er talin líklegust til að taka við af Stefan Löfven sem forsætisráðherra. Hún tók við af honum sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í síðustu viku.
Magdalena Andersson er talin líklegust til að taka við af Stefan Löfven sem forsætisráðherra. Hún tók við af honum sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í síðustu viku. Mynd/EPA

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag.

Löfven hefur verið forsætisráðherra Svíþjóðar síðan í október 2014, en tilkynnti síðsumars að hann hygðist stíga til hliðar í haust, bæði sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins.

Ríkisstjórn hans féll í júní síðastliðnum eftir að vantrauststillaga á hendur honum var samþykkt á sænska þinginu. Það var í fyrsta sinn í sænskri sögu sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra landsins. Löfven fékk þó aftur umboð til stjórnarmyndunar og tók aftur við embætti í júlí.

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var fyrir helgi kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg.Hún er talin líklegust til að taka við forsætisráðherraembættinu, fyrst sænskra kvenna, en í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT segir þó að ekki sé allt ljóst með framhaldið. Samstarfsflokkar jafnaðarmanna í ríkisstjórn þurfi að samþykkja hana, en fyrst þarf að útkljá ákveðin deilumál, aðallega varðandi umhverfismál.

Þingkosningar fara fram í Svíþjóð haustið 2022.


Tengdar fréttir

Anders­son tekin við sem for­maður af Löfven

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012.

„Nískasti fjár­mála­ráð­herra ESB“ lík­legastur til að taka við

Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins.

Hættir sem forsætisráðherra og formaður

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.