Erlent

Hættir sem forsætisráðherra og formaður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.
Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. EPA

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 

Afsögn Löfvens tekur formlega gildi á landsfundi Jafnaðarmannaflokksins í nóvember. Hann segir að með því að tilkynna hana með svo miklum fyrirvara gefi hann arftaka sínum góðan tíma til undirbúnings. Þá kveðst hann viss um að nýr leiðtogi Jafnaðarmanna veiti flokknum nauðsynlegan drifkraft til stórræða. 

Löfven hefur verið forsætisráðherra Svíþjóðar síðan í október 2014. Ríkisstjórn hans féll í júní síðastliðnum eftir að vantrauststillaga á hendur honum var samþykkt á sænska þinginu. Það var í fyrsta sinn í sænskri sögu sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra landsins. Löfven fékk þó aftur umboð til stjórnarmyndunar og tók aftur við embætti í júlí.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Kannar hver á mestan mögu­leika að mynda nýja stjórn

Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×