Veður

Úr­koma og hvöss eða all­hvöss sunnan­átt

Atli Ísleifsson skrifar
Í kvöld verður vindur suðvestlægari og dregur úr vætu jafnframt sem mildara loft kemur yfir land.
Í kvöld verður vindur suðvestlægari og dregur úr vætu jafnframt sem mildara loft kemur yfir land. Vísir/Vilhelm

Skil koma inn á vestanvert landið kringum hádegi og fylgir því líklegast rigning þó að stutt verði í slyddu eða snjókomu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að með þessu sé allhvöss eða hvöss sunnanátt og síðar suðvestanátt.

„Hlýnar smám saman. Í kvöld verður vindur suðvestlægari og dregur úr vætu jafnframt sem mildara loft kemur yfir land.

Á morgun verður vestlæg átt og skúrir eða slydduél á vesturhelmingi landsins með hita að 5-6 stigum, en norðlægari við norðurströndina, dálítil él um og hiti um frostmark.ׂ

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðvestlæg átt, 3-10 m/s og smá skúrir eða él, en bjart með köflum A-lands. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig.

Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir eða él, en gengur í norðaustan 10-15 m/s með rigningu eða slyddu syðst um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.

Á laugardag: Norðaustanátt. Rigning eða slydda sunnantil, en víða snjókoma um landið norðanvert. Úrkomulítið S-lands um kvöldið. Hiti nærri frostmarki.

Á sunnudag: Minnkandi norðlæg átt. Dálítil snjókoma NA-til framan af degi en annars þurrt. Fremur svalt í veðri. Hægt vaxandi austanátt syðst um kvöldið.

Á mánudag: SA-hvassviðri með rigningu og hlýindum.

Á þriðjudag: Útlit fyrir milda sunnanátt með vætu, en norðaustanátt og snjókomu NV-til. N-lægari um kvöldið og kólnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×