Enski boltinn

Thomas Frank: „Ef við spilum þennan leik tíu sinnum þá vinnum við í níu skipti“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, segir að liðið hefði átt að vinna leikinn gegn Chelsea í gær.
Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, segir að liðið hefði átt að vinna leikinn gegn Chelsea í gær.

Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Chelsea í gær. Hann segir að Brentford hefði unnið leikinn í níu af tíu skiptum.

„Það er erfitt að trúa því að við höfum yfirspilað Chelsea, sérstaklega seinustu 30 mínútur leiksins,“ sagði Frank í leikslok.

„Þeir voru mjög heppnir. Það er galið. Fyrir fjórum mánuðum unnu þeir Meistaradeildina og við komumst upp í úrvalsdeildina í gegnum umspil.“

„Þeir voru betri fyrsta klukkutíman án þess að skapa nokkuð og eftir að við gerðum nokkrar breytingar byrjuðum við að skapa færi. Við héldum þeim í fimm skotum, fimm skot. Ég er að tala um Chelsea.“

„Það er ótrúlegt og ég get ekki beðið um meira. Ef við spilum þennan leik tíu sinnum þá vinnum við í níu skipti,“ sagði Frank að lokum.

Brentford hefur komið mörgum á óvart með góðri byrjun sinni í ensku úrvalsdeildinni, en liðið situr í sjöunda sæti með 12 stig eftir átta leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.