Enski boltinn

Manchester United verður án Varane í nokkrar vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raphael Varane fagnar marki með Cristiano Ronaldo á dögunum.þ
Raphael Varane fagnar marki með Cristiano Ronaldo á dögunum.þ EPA-EFE/Peter Powell

Manchester United hefur staðfest að liðið spilar án franska landsliðsmiðvarðarins Raphael Varane næstu vikurnar.

Varane meiddist á nára í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar. Hann fór af velli en Frakkar náðu að tryggja sér titilinn án hans.

Manchester United keypti Varane frá Real Madrid í haust. Hann er ekki fyrsti heimsklassa miðvörðurinn sem félagið verður án því fyrirliðinn Harry Maguire er að glíma við kálfameiðsli.

Varane hafði verið í byrjunarliði United í síðustu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá mun Varane missa af nokkrum stórleikjum á næstunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.