Bruce býst við að vera rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2021 11:01 Steve Bruce er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Newcastle United. getty/Jack Thomas Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. Yfirtaka Sádí-Arabanna á Newcastle gekk í gegn í gær eftir átján mánaða meðgöngutíma. Þeir greiddu 305 milljónir punda til að eignast meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu. Bruce hefur verið stjóri Newcastle undanfarin tvö ár. Það kæmi honum þó ekkert á óvart ef hann yrði ekki mikið lengur í starfi. „Ég vil halda áfram. Ég vil sýna nýju eigendunum hvers ég er megnugur en þú verður að vera raunsær og þeir vilja kannski nýjan mann í brúnna. Nýir eigendur vilja venjulega nýjan stjóra. Ég er búinn að vera nógu lengi í þessu til að skilja það,“ sagði Bruce. Hann er ekki hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum Newcastle sem myndu fæstir sjá mikið á eftir honum. Á fyrsta tímabili Bruces við stjórnvölinn endaði Newcastle í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á síðasta tímabili varð liðið í 12. sæti. Illa hefur gengið í upphafi þessa tímabils og Newcastle er án sigurs í nítjánda og næstneðsta sætinu. Bruce hefur stýrt liðum í 999 leikjum á stjóraferlinum. Hann er ekki viss um að hann nái tímamótaleiknum sem stjóri Newcastle. Næsti leikur liðsins er gegn Tottenham um þarnæstu helgi. „Það er ekki undir mér komið. Ég sætti mig við það sem verður. Ég verð að bíða með að ræða þetta þar til rétti tíminn er kominn,“ sagði Bruce. „Ef ég næ ekki þúsundasta leiknum gegn Spurs gætir þú sagt að þetta kæmi aðeins fyrir mig en það væri ekki grimmilegt. Þetta er bara fótbolti.“ Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Yfirtaka Sádí-Arabanna á Newcastle gekk í gegn í gær eftir átján mánaða meðgöngutíma. Þeir greiddu 305 milljónir punda til að eignast meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu. Bruce hefur verið stjóri Newcastle undanfarin tvö ár. Það kæmi honum þó ekkert á óvart ef hann yrði ekki mikið lengur í starfi. „Ég vil halda áfram. Ég vil sýna nýju eigendunum hvers ég er megnugur en þú verður að vera raunsær og þeir vilja kannski nýjan mann í brúnna. Nýir eigendur vilja venjulega nýjan stjóra. Ég er búinn að vera nógu lengi í þessu til að skilja það,“ sagði Bruce. Hann er ekki hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum Newcastle sem myndu fæstir sjá mikið á eftir honum. Á fyrsta tímabili Bruces við stjórnvölinn endaði Newcastle í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á síðasta tímabili varð liðið í 12. sæti. Illa hefur gengið í upphafi þessa tímabils og Newcastle er án sigurs í nítjánda og næstneðsta sætinu. Bruce hefur stýrt liðum í 999 leikjum á stjóraferlinum. Hann er ekki viss um að hann nái tímamótaleiknum sem stjóri Newcastle. Næsti leikur liðsins er gegn Tottenham um þarnæstu helgi. „Það er ekki undir mér komið. Ég sætti mig við það sem verður. Ég verð að bíða með að ræða þetta þar til rétti tíminn er kominn,“ sagði Bruce. „Ef ég næ ekki þúsundasta leiknum gegn Spurs gætir þú sagt að þetta kæmi aðeins fyrir mig en það væri ekki grimmilegt. Þetta er bara fótbolti.“
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira