Bruce býst við að vera rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2021 11:01 Steve Bruce er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Newcastle United. getty/Jack Thomas Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. Yfirtaka Sádí-Arabanna á Newcastle gekk í gegn í gær eftir átján mánaða meðgöngutíma. Þeir greiddu 305 milljónir punda til að eignast meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu. Bruce hefur verið stjóri Newcastle undanfarin tvö ár. Það kæmi honum þó ekkert á óvart ef hann yrði ekki mikið lengur í starfi. „Ég vil halda áfram. Ég vil sýna nýju eigendunum hvers ég er megnugur en þú verður að vera raunsær og þeir vilja kannski nýjan mann í brúnna. Nýir eigendur vilja venjulega nýjan stjóra. Ég er búinn að vera nógu lengi í þessu til að skilja það,“ sagði Bruce. Hann er ekki hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum Newcastle sem myndu fæstir sjá mikið á eftir honum. Á fyrsta tímabili Bruces við stjórnvölinn endaði Newcastle í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á síðasta tímabili varð liðið í 12. sæti. Illa hefur gengið í upphafi þessa tímabils og Newcastle er án sigurs í nítjánda og næstneðsta sætinu. Bruce hefur stýrt liðum í 999 leikjum á stjóraferlinum. Hann er ekki viss um að hann nái tímamótaleiknum sem stjóri Newcastle. Næsti leikur liðsins er gegn Tottenham um þarnæstu helgi. „Það er ekki undir mér komið. Ég sætti mig við það sem verður. Ég verð að bíða með að ræða þetta þar til rétti tíminn er kominn,“ sagði Bruce. „Ef ég næ ekki þúsundasta leiknum gegn Spurs gætir þú sagt að þetta kæmi aðeins fyrir mig en það væri ekki grimmilegt. Þetta er bara fótbolti.“ Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Yfirtaka Sádí-Arabanna á Newcastle gekk í gegn í gær eftir átján mánaða meðgöngutíma. Þeir greiddu 305 milljónir punda til að eignast meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu. Bruce hefur verið stjóri Newcastle undanfarin tvö ár. Það kæmi honum þó ekkert á óvart ef hann yrði ekki mikið lengur í starfi. „Ég vil halda áfram. Ég vil sýna nýju eigendunum hvers ég er megnugur en þú verður að vera raunsær og þeir vilja kannski nýjan mann í brúnna. Nýir eigendur vilja venjulega nýjan stjóra. Ég er búinn að vera nógu lengi í þessu til að skilja það,“ sagði Bruce. Hann er ekki hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum Newcastle sem myndu fæstir sjá mikið á eftir honum. Á fyrsta tímabili Bruces við stjórnvölinn endaði Newcastle í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á síðasta tímabili varð liðið í 12. sæti. Illa hefur gengið í upphafi þessa tímabils og Newcastle er án sigurs í nítjánda og næstneðsta sætinu. Bruce hefur stýrt liðum í 999 leikjum á stjóraferlinum. Hann er ekki viss um að hann nái tímamótaleiknum sem stjóri Newcastle. Næsti leikur liðsins er gegn Tottenham um þarnæstu helgi. „Það er ekki undir mér komið. Ég sætti mig við það sem verður. Ég verð að bíða með að ræða þetta þar til rétti tíminn er kominn,“ sagði Bruce. „Ef ég næ ekki þúsundasta leiknum gegn Spurs gætir þú sagt að þetta kæmi aðeins fyrir mig en það væri ekki grimmilegt. Þetta er bara fótbolti.“
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira